Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 21

Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 21
Jóhann Helgason Aldursákvörðun hraunlaga og segultímatal INNGANGUR Jarðsagan nær yfir breytingar í náttúrunni sem margar hverjar hafa átt sér stað á geysilöngum tíma. Reynst getur mjög erfitt að ákvarða aldur jarðlaga, bæði vegna þess að að- ferðum er áfátt og jarðlögin sem við er að glíma kann að skorta þá eigin- leika sem nauðsynlegir eru til aldurs- ákvörðunar. Ein helsta regla um aldursafstöðu jarðlaga er á þá leið að séu nokkur jarðlög skoðuð í þversniði liggur það elsta neðst en yngri lög eftir því sem ofar dregur. Þannig er hægt að ráða afstœðan aldur jarðlaga. Þegar afstæður aldur jarðlaga er þekktur nrá oft, út frá eðli jarðlaga í þversniði, rekja þróun sem orðið hefur á löngum tíma og haft í för með sér verulegar breytingar á umhverfinu, l.d. breytingu frá hlýskeiði til jökulskeiðs. Þar með er ekki sagt að vitað sé hve langan tíma þróunin hafi tekið né hvenœr hún gerðist en þegar svo er spurl er reynt að fá fram réttan aldur jarðlaganna. En fyrst skulum við huga að því hvað jarðfræðingar eiga við þegar talað er um langan tíma. Svar við því fer eftir því viðfangsefni sem glímt er við hverju sinni. Sá sem vill finna aldur jarðarinnar eða upphaf okkar sólkerfis fæst við tíma af stærðar- gráðunni 5 milljarðar ára. Sé verið að kanna ystu hluta Islands á Ausl- fjörðum og Vestfjörðum reynist berg þar um 12-15 milljón ára. Sá sem kannar sögu jökulhörfunar frá síðasta jökulskeiði fæst við um 12.000 ára sögu. Islenska öskulagatímatalið er nokkuð vel þekkt fyrir tímann eftir landnám. Ymsum aðferðum er beitt við aldursákvörðun bergs og eru þær breytilegar, allt eftir því verkefni senr verið er að leysa hverju sinni, þ.e.a.s. eftir stærðargráðu þess aldurs sem verið er að mæla. Jarðsaga Islands var lengi vel talin spanna um 60 milljón ár og var sú niðurstaða fengin með samanburði á plöntusteingervingum hér og á blá- grýtissvæðum á Bretlandseyjum og Grænlandi. Seinni tíma aldursgrein- ingaraðferðir hafa ótvírætt leitt í ljós að elsta berg á íslandi er aðeins um 15 milljón ára gamalt. Steingervingar geta komið að miklu gagni við aldurs- ákvarðanir en eru frekar sjaldgæfir í íslenskum jarðlögum. Sú aðferð sem er hvað vænlegust til árangurs á þessu sviði er svonefnt segultímatal hraun- laga en það byggist á: a) kortlagningu jarðlaga, b) bergsegulmælingum og c) aldursákvörðun bergs með geislavirk- um frumefnum. Segultímatal byggist á rannsóknum víðs vegar um jörðina á fornum segul- sviðsbreytingum, m.a. á Islandi. Rann- sóknir á fornsegulsviði hér á landi hafa komið að miklum notum við upp- byggingu tímatals, einkum fyrir síðuslu Náttúrufræðingurinn 63 (1-2), bls. 15-28, 1993. 15
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.