Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 24

Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 24
Hér á landi er algengasti segulhalli um + eða -75°. Kúrfan er gerð af miklum fjölda mælipunkta og spannar mörg hundruð þúsund ár. í næsta dálki eru sýndar niðurstöður, þ.e.a.s. segulstefna er ýmist rétt (svart), öfug (hvítt) eða mitt á milli (doppótt). Eftirtektarvert er að fram koma segulstefnur sem eru á milli þess að teljast réttar eða öfugar. Þær geta annaðhvort komið fram á segulskiptum eða sem frávik innan segulskeiða. Þriðji dálkurinn frá hægri gefur til kynna túlkaða segulstefnu, sem annaðhvort er rétt eða öfug. Eins og sést til hliðar við dálkinn er uin fjögur mismunandi löng segultímabil að ræða, tvö rétt og tvö öfug. Tímalengd þeirra sést á mælikvarðan- um lengst til vinstri. Mismunandi hug- tök eru notuð fyrir segultímabil, allt eftir tímalengd þeirra. Fyrir segultíma- bil af stærðargráðunni 10.000-100.000 ár er talað um segulmund, fyrir stærðar- gráðu 100.000-1.000.000 ár er talað um segulskeið, fyrir stærðargráðu 1.000.000-10.000.000 ár er talað um segultíma (polarity superchron). Af 2. mynd sést að segultímabil T, er rétl „segulmund" innan öfugs „segul- skeiðs“. KORTLAGNING JARÐLAGA Jarðfræðikort af berggrunni Islands gefur til kynna að blágrýti hefur alltaf verið aðalberggerð landsins og kemur fyrst og fremst fyrir sem hraunlög en einnig móberg og bólstraberg. Kort- Iagning jarðlaga fer þannig fram að farið er upp gil í fjöllum, en þar hafa ár og lækir myndað „opnur“ í berg- grunninn. Til hliðar við gil hafa skrið- ur og laust efni oft hulið fasta berg- grunninn og þar eru opnur því ekki samfelldar, þar eru með öðrum orð- um „eyður“. Því næst er fundinn halli jarðlaga og að fengnu jarðlagasniði á einum stað er könnun haldið áfram á nýjum stað þar sem halli jarðlaga gefur til kynna að fá má viðbót fyrir ofan eða neðan fyrra sniðið. Með frekari töku slíkra sniða er safnað upplýsingum um hraunlög sem hlaðist hafa upp á mjög löngum tíma. Ein slík könnun, sem gerð var á Austurlandi (Watkins og Walker 1977), gefur góða hugmynd um tölur í þessu sambandi. Könnunin náði frá Gerpi að Laugarfelli í Fljótsdal. Yfir þessa vegalengd, sem er um 90 km, voru jarðlagasniðin samtals um 9 km þykk og gerð af 700 hraunlögum. A 3. mynd er sýnt fyrsta stig kort- lagningar jarðlaga við könnun á aldri og bergsegulstefnu hraunlaga í Hval- firði. Svæðið nær frá Akrafjalli til Esju. Lega jarðlagasniða er sýnd á 3. mynd a og jarðlagasnið á 3. mynd b. Halli jarðlaga er suðaustlægur þannig að hraunlög ofarlega í Akrafjalli (snið FA og FB) eru við sjávarmál hjá Eyrarfjalli handan fjarðarins. Sömu- leiðis eru hraunlög ofarlega í Eyrar- fjalli „tengd“ við hraunlög mun neðar í Esju (lag EN27 tengist lagi EPl o.s.frv.). Nákvæm jarðlagasnið af þessu tagi gefa ítarlegar upplýsingar um jarðsögu svæðis, þ.e.a.s. í hvaða aldursröð berggerðir mynduðust. M.a. sést að jökulberg kemur fyrir á 11 stöðum í jarðlagasniðunum. Kort- lagningin ein og sér segir hins vegar ekkert um það hvenœr hinar einstöku einingar mynduðust. Hér kemur segul- stefna hraunlaganna að gagni og var hún mæld eins og fram kemur á súlu vinstra megin við hvert jarðlagasnið. Segulstefna hraunlaganna og aldurs- ákvörðun á einingu SC10, ásamt „teng- ingu“ við hliðstæðar upplýsingar á nálægu rannsóknarsvæði, réttlætir tengingu við segultímatal. Sú tenging sýnir m.a. réttan aldur segulskipta á svæðinu. Þannig liggur að lokum fyrir innan hvaða segulskeiða eða segul- munda einstök jarðlög mynduðust. Af 18 J
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.