Náttúrufræðingurinn - 1993, Qupperneq 25
þessu má ljóst vera að ekki er unnt að
ákvarða nákvæmlega hvenær einstök
jarðlög mynduðust. Þess í stað er hægt
að segja með allmikilli nákvæmni um
efri og neðri aldursmörk þess segul-
tíma sem jarðlögin mynduðust á. Sem
dæmi um þær upplýsingar sem fá má
úr ofangreindri könnun Esju eru
vísbendingar um að minnsta kosti 5
jökulskeið í sniðum EN, SA, EP, SB
og SD þegar segulsvið jarðar var
„öfugt“. Tenging þessara jarðlaga við
segultímatal sýnir að umrætt öfugt
segulskeið telst vera C2R, sent stóð
yfir fyrir 1,85-2,42 milljón árum.
Þannig má l'æra rök fyrir því að jökull
hafi lagst að minnsta kosti 5 sinnum
yfir Esjusvæðið á þessu tímabili.
ÍSLENSKl HRAUNLAGASTAFLINN
A Islandi hafa þúsundir eldgosa hlað-
ið upp þykkan stal'la af blá-
grýtishraunlögum. Þessi hraunlagastafli
varðveitir alla jarðsögu íslands, sem
spannar 12-15 milljón ár. Hraun-
lagastaflinn nær út á sjávarbotninn út
af Austtjörðum og Vestfjörðum en þar
er efsti hlutinn rofinn af sjávargangi og
jöklum. A þeim tíma sem þessi hraun-
lög hlóðust upp hafa fjölmörg
segulskipti átt sér stað. „Réttu“ og
„öfugu" segultímabilin spanna mjög
mismunandi tíma, eða um 2.000 til
700.000 ár. Hraunlögin eiga upptök í
eldgosum í gosbelti, einkum þar sem
saman fer landrek og eldvirkni. Slíkt
gosbelti nefnist reyndar rekbelti til að-
greiningar frá minni gosbeltum, t.d. á
Snæfellsnesi og á Vestmannaeyja-
svæðinu, þar sem eldvirkni er nokkur
en landrek lítið. Helstu einkenni
rekbeltis eru þau að eftir því liggur
fjöldi sprungureina og er lega þeirra
með 30° horni á sjálft gosbeltið.
Gliðnun eða landrek verður um
sprungubeltin og þar verða einnig lTest
eldgos. Vegna eldgosanna og hins háa
hitaútstreymis að neðan rís landið hæst
í miðju rekbeltinu, sem nú nær þvert
yfir landið frá suðvestri til norðausturs.
Breidd þess er um 40-50 km. Vegna
hinnar miklu framleiðslu og upphleðslu
gosefna sígur jarðskorpan undan þung-
anum. Sigið í jarðskorpunni minnkar
verulega út frá rekbeltinu, seni næst í
auslur- og vesturátt. Sighraði er lalinn
um 1 cm á ári í miðju rekbeltinu.
Það líkan að uppbyggingu íslenska
hraunlagahlaðans sem hvað mest hefur
verið notað er sýnt á 4. mynd (Guð-
mundur Pálmason 1981). Líkanið lýsir
með flutningsferlum hvernig íslenski
hraunlagahlaðinn myndast í kyrrstæðu
gosbelli með jafna gosframleiðslu síð-
ustu 14-16 milljón árin. Heildregnar
línur með örvum tákna flutningsferla
sent lýsa þeirri leið sem hraunlög
ferðast eftir við síendurtekin eldgos,
rek og sig í gosbeltinu. Strikalínurnar
tákna jafnaldurslínur og segja til um
„stöðuna" á 2 milljón ára fresti.
Flutningsferlarnir eru þéttastir í miðju
gosbeltisins og þar ferðast hraunlög
nær lóðrétt niður frá yfirborði. Ferlar
sem hefjast í um 25 km fjarlægð frá
miðju gosbeltisins stefna örlílið niður
á við til að byrja með en síðan nær
lárétt og halda þeirri stöðu óslitið.
Á 4. mynd er sýnl dæmi um flutn-
ingsferil iveggja hraunlaga sem eiga
upptök í mismunandi fjarlægð frá
miðju gosbeltisins. Annar hefst í tæp-
lega 12 km fjarlægð (staður A) og
hinn í 2 km fjarlægð (staður C). El'tir
2 milljónir ára hefur annað hraunlagið
ferðast frá stað A að stað B eftir ferli
A-B. Hraunlagið er því niðurgrafið á
3,2 km dýpi og er nú í 27 km fjarlægð
frá miðju gosbeltisins. Ferlar sem
hefjast nær miðju gosbeltisins sýna
meira sig og ininna rek. Til saman-
burðar er ferill C-D. Þar hefst sagan
þegar hraunlag myndast við gos á yfir-
borði í um 2 km fjarlægð frá miðju gos-
19