Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 28
4. mynd. Líkan Guðmundar Pálmasonar að upphleðslu hraunlaga, gliðnun og sigi í
íslenska gosbeltinu. Myndin sýnir annan helming plötumóta (sjá skýringar í texta).
fjöllin umhverfis í um 1500 metra hæð
og ofan af þeim hæstu hefur rofist
nokkur hundruð metra þykkur hraun-
lagahlaði. Rof við Akureyri er því vart
undir 2000 metrum og hraunlög við
núverandi sjávarmál á þessu svæði hafa
því grafist sem þessu nemur.
Mikilvægi þess líkans sem nú var
lýst, fyrir segultímatal, felst í þeirri
skýringu sem það gefur á breytilegum
upphleðsluhraða hraunlaga. Upp-
hleðsluhraði fer minnkandi í átt frá
miðju gosbeltinu. Því hraðar sem
hraunlög hlaðast upp þeim mun meiri
líkur eru á að segulskipti varðveitist.
Ef valið er svæði til könnunar á
fornsegulstefnu þar sem upphleðslu-
hraði var lítill er sú hætta fyrir hendi
að eyður séu í „upptökunni". Þannig
eykst hætta á eyðum ef valið er svæði
til könnunar á bergsegulstefnu sem
myndast hefur í útjaðri gosbeltis.
Minnst hætta á eyðum er hins vegar í
miðju gosbeltinu. Erfiðleikar geta ver-
ið á því að finna hentug svæði, þar
sem þau eru oft mjög djúpt grafin og
rof hefur ekki náð þeim upp til yfir-
borðsins aftur, en líkanið vísar hér
veginn.
BERGSEGULSTEFNA
ÚTHAFSSKORPU
Árið 1910 setti þýski veðurfræðing-
urinn Alfred Wegener (1880-1930)
fram kenningu sína um rek meginland-
anna. Hugmyndir Wegeners voru al-
mennt ekki viðurkenndar og um þær
var deilt af hörku, einkum meðan hans
naut við. Á sjötta áratugnum sýndu
breskir vísindamenn fram á segulskipti
út frá segulstefnu hraunlaga og að
hvert segultímabil virtist vara í um
milljón ár. íslenskir vísindamenn lögðu
fram drjúgan skerf með rannsóknum á
segulstefnu hraunlaga hér á landi, eink-
um þeir Trausti Einarsson, Þorbjörn
Sigurgeirsson og Ari Brynjólfsson.
Þessi niðurstaða um tíð segulskipti
átti eftir að reynast mikilvægur hlekkur
við rannsóknir á reki meginlanda.
Mælingar á dýpi sjávar leiddu í ljós
geysivíðátlumikið hryggjarkerfi á
hafsbotni eftir miðju úthafanna. Þetta
hryggjarkerfi skýtur upp kryppunni á
Islandi. Þegar siglt var samsíða
hryggjunum var segulstefna hafsbotns-
ins yfirleitt sú sama en hins vegar mjög
breytileg ef siglt var þvert yfir
hryggina. Frekari rannsóknir sýndu
22
J