Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 35

Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 35
Ólafur K. Nielsen Upphaf óðalsatferlis rjúpu á vorin INNGANGUR Þýðingarmestu varplönd rjúpu (Lag- opus mutus) á íslandi eru þingeysku lyngheiðarnar (Finnur Guðmundsson 1960). Rjúpurnar yfirgefa þessi svæði á haustin og snúa ekki aftur fyrr en næsta vor (Arnþór Garðarsson 1971). Það er hátíð í ranni fálkans (Falco rusticolus) þegar rjúpurnar koma úr vetrarhögum og talið er að þeir atburðir marki upphaf varptíma hans (Ólafur K. Nielsen og Cade 1990a, Poole og Bromley 1988). Nokkrar athuganir hafa verið gerðar á varp- tíma fálka hér á landi (Ólafur K. Nielsen og Tom J. Cade 1990a, Ólafur K. Nielsen, óbirt gögn) en minni upp- lýsingar hafa birst um komutíma rjúpna á varpstöðvarnar og hvenær karrarnir helga sér óðul (Arnþór Garð- arsson 1971). í þessari ritgerð ætla ég að gera grein fyrir athugunum mínum frá Norðausturlandi á dreifingu rjúp- unnar á veturna og komutíma á varp- stöðvar á vorin og bera þessi gögn saman við aðrar tiltækar íslenskar heimildir. 1 lokin er ætlunin að skoða hvernig upphaf óðalsatferlis rjúpunnar fellur saman við varptíma fálkans. ATHUGANASVÆÐIÐ OG AÐFERÐIR Eg vann við fálkarannsóknir í Þing- eyjarsýslum veturna 1983-84 og 1984-85 og öll vor og sumur 1981-92. Aðalstarf mitt á veturna var að heimsækja ákveðin fálkaóðul, samtals um 35, fylgjast með viðvist fálka á þessum óðulum og safna fálka- ælum til að ákvarða fæðu (Ólafur K. Nielsen og Tom J. Cade 1990a, 1990b). Þessi óðul voru á Melrakka- sléttu, í Núpasveit, Öxarfirði, Keldu- hverfi, á Tjörnesi, í Reykjahverfi, Aðaldal, Laxárdal, Reykjadal, Mý- vatnssveit, á Mývatnsöræfum og í Ljósavatnsskarði. Reynt var að komast á þessa staði einu sinni í mánuði yfir veturinn. í þessum ferðum fór ég fót- gangandi eða á skíðum hundruð kíló- metra um heiðar og hraun. Eins og fyrr sagði var markmiðið ekki að leita að rjúpum en ég skráði hjá mér allar rjúpur sem ég rakst á og tilgreindi í hvaða kjörlendi þær voru. Kjörlendinu var skipt í þrjá flokka: lyngmóa, birki- skóga og kjarrlendi og í þriðja lagi hraun. dróðurfar hraunanna var um margt líkt lyngmóum og ýmsir smá- runnar ríkjandi á báðum stöðum en hér réð landslag skiptingunni. Veturinn 1983-84 var farið reglu- lega í Hofstaðaheiði í Mývatnssveit gagngert til að telja rjúpur. Þetta svæði var 4,5 km2 og þar hafa rjúpur verið taldar í maí á hverju vori frá 1981 (Ólafur K. Nielsen, í undir- búningi). Náttúrufræðingurinn 63 (1-2), bls. 29-37, 1993. 29
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.