Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 40
3. mynd. Varptími fálka
og upphaf óðalsatferlis
karra (skyggt). Upphaf
varptíma er byggt á
gögnum sent safnað var
á Norðausturlandi 1981
-1992 (óbirt gögn). The
breeding season of the
Gyrfalcon and initiation
of territörial activity by
Rock Ptarmigan (grey
fill pattern). Data on
breeding phenology of
the Gyrfalcon was col-
lected in 1981-1992 (un-
published data).
hafa sýnt að karlfuglinn ber nær ein-
göngu rjúpur í kvenfuglinn allt fram í
lok maí (mest karra) (Olafur K. Niel-
sen 1986). Þetta á jafnt við um fálka
sem búa þar sem fátt annað en rjúpu er
að hafa á þessum árstíma og fálka sem
búa þar sem gnótt er af annarri bráð.
Þrátt fyrir þetta éta fálkakarlfuglar og
geldfálkar ýmsa aðra fæðu (Olafur K.
Nielsen og Tom J. Cade 1990b). Ein af
frumforsendunum fyrir árangursríku
varpi fálka líkt og margra annarra rán-
fugla er að karlfuglinn sé nógu
duglegur að bera í kvenfuglinn æti
(Newton 1979, 1986, Village 1990).
Fálkakarlfuglar voru byrjaðir að
fóðra maka stna 10-25 dögum fyrir
varp við fimm hreiður í Þingeyjar-
sýslum vorin 1984 og 1985 (meðaltal
17 dagar) (Olafur K. Nielsen og Tom J.
Cade 1990a). Miðað við að þessi
undirbúningur fyrir varp taki 15 daga
eru flestir fálkar á Norðausturlandi
byrjaðir strax fyrstu vikuna í apríl og
þeir allra fyrstu þegar um miðjan
mars. Þetta er nokkrum vikum áður en
karrarnir setjast upp (3. mynd).
Fróðlegt er að skoða gögn um
fæðu lalka frá síðari hluta vetrar og
vori (Ólal'ur K. Nielsen og Tom J.
Cade 1990b). Fálkar sem búa inn til
landsins éta rjúpur mestallan veturinn
en fálkar sem búa niður við sjó eða í
nágrenni Mývatns og Laxár snúa sér í
auknum mæli að annarri bráð í upp-
hafi vetrar, t.d. öndum, svartfuglunt,
músum og spörfuglum. Rjúpan vegur
hlutfallslega minnst hjá þessum fálkum
í janúar og febrúar en í mars eykst
hlutdeild hennar og rjúpur eru lang-
þýðingarmesti fæðuliðurinn í apríl og
maí (4. mynd). Þetta munstur sést líka
hjá heiðafálkunum, þó það sé ekki
eins skýrt þar sem rjúpan er þýðingar-
mesti fæðuliðurinn árið um kring.
Samkvæmt fæðugögnunum gerist því
eitthvað í mars og apríl sem veldur því
að rjúpan verður eftirsótlari bráð fyrir
fálkann en l'yrr um veturinn. Ég tel að
skýringarinnar sé að leita hjá rjúpunni
en ekki öðrum tegundum sem fálkinn
nýtir. Hvað er það þá sem gæti gert
rjúpuna veiðanlegri á þessum tíma,
áður en karrarnir setjast upp? Hér
kemur væntanlega tvennt til:
1) Rjúpum fjölgar á svæðinu, því
fuglar eru að koma úr vetrarhögum í
öðrunt landshlutum. Poole (1987) hef-
34