Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 45

Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 45
Stefán Arnórsson Jarðhiti INNGANGUR í þessari grein verður hinum almenna lesanda gefið yfirlit yfir eðli og upp- runa jarðhita á íslandi. Efnið er mjög umfangsmikið og því nauðsynlegt að stikla á stóru og velja úr, eðlilega það sem höfundi þykir skipta mestu. Til þess að reyna að gera greinina læsilega og skiljanlega leikmönnum verður að sleppa sem frekast er unnt ýmsum vís- indalegum rökfærslum sem liggja að baki túlkun á gögnum og mynda grunninn að skilningi vísindamanna á jarðhitanum. Skilningur á slíkri túlkun útheimtir oft verulega kunnáttu í ýms- um raungreinum, eins og jarðvísindum, eðlisfræði, efnafræði og reiknifræði. Raunar er það svo að allir vísindamenn á tilteknu fræðasviði, eins og t.d. jarð- fræði, skilja ekki niður í kjölinn ýmis þau rök sem liggja á bak við lúlkun á efnafræðilegum gögnum eða flókin reiknilíkön, svo eitthvað sé nefnt, en tileinka sér engu að síður niðurstöð- urnar og taka þær góðar og gildar. Slíkt er eðli vinnubragða í raunvís- indum, sérstaklega þar sem stærðfræði- legri rökhyggju er beitt, að kunnátta mannkyns í þeirn efnum hefur aukist með gífurlegum hraða ajít frá síðustu öld. Hver vísindamaður hefur aðeins á valdi sínu örlítið brot af þeirri þekk- ingu sem til er, jafnvel á hans eigin sérsviði. Ef til vill mætti segja að kunnáttumikill vísindamaður þekki sem svarar innihaldi einnar bókar á geysistóru bókasafni. Með þessum orð- um vill greinarhöfundur benda á að sumt það sem á eftir kemur í þessu greinarkorni þarf ekki að vera óyggj- andi að allra mati, stangasl hugsanlega á við einhver gögn sem höfundi er ekki kunnugt um, þótt skrif þetta sé unnið af bestu samvisku. Þegar þessum inngangskafla sleppir verður dregin upp mynd af hitaástandi í iðrum jarðar og hvernig varmi mynd- ast þar og flyst til yfirborðs. Þá verður gefin lýsing á helstu einkennum jarð- hita hér á landi. Raunar á þessi lýsing einnig við um stóran hluta jarðhita- svæða annars staðar í heiminum. Næst verður lýst hugmyndum manna um uppruna og eðli jarðhitans. Þessar hug- myndir hafa breyst mikið í tímans rás og á því augnabliki sem þetta er skrif- að er afskaplega hæpið að sá skilningur sem ég mun lýsa sé hinn endanlegi, a.in.k. í öllum atriðum og ég vona að svo sé ekki! Þá er líka rétt að benda á að minn skilningur er ekki samhljóða í öllu skilningi ýmissa annarra manna sem vinna við jarðhitarannsóknir. Ástæðan er líklegast öðru fremur sú að þau gögn sem skilningurinn byggist á eru ófullkomin, en mismunandi bak- grunnsmenntun hefur líka áhrif. Sumir kunna á jarðfræði, aðrir á eðlisfræði svo eitthvað sé nefnt. I flestum til- fellum er ekki einfalt að afla gagna sem gefa einhlítar niðurstöður, a.m.k. þegar um er að ræða rannsóknir á móð- ur Jörð. Orsökin er bæði kostnaðarlegs og tæknilegs eðlis. Það er meira að Náttúrufræðingurinn 63 (1-2), bls 39-55. 39
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.