Náttúrufræðingurinn - 1993, Blaðsíða 55
UGrenivík
jahverfi
3jarnarf|örður
t Jleykir.Vj
‘Laugaland \
•Varmahllð
Urriðavatn
•Laugafell
Lýsuhóll
iLaugará
iffveravellir
’ Lundarreykjav'
’dalur /•
Grimávötn
‘^áugarvglrT.'
>«^» «i «• /
Luugal./nd
Jorfajökull,
▲ háhitasvæOi
9. mynd. Háhitasvæði landsins eru rúmlega 20 talsins. Þau liggja flest inni í gosbeltunum
en nokkur eru þó við jaðra þeirra eins og Geysissvæðið. Þessi jaðarsvæði eru vafalítið
eldri en þau sem eru inni í miðjum gosbeltunum. Háhitasvæði, sem verða til í
gosbellunum, ýtast út úr þeim með tíð og tíma vegna þess að jarðskorpan í gosbeltunum
er að gliðna, en um leið myndasl ný skorpa við það að kvika úr möttlinum leitar upp í
gliðnunarsprungurnar, fyllir þær og myndar bergganga. Háhitasvæðin eru talin fá varma
sinn frá kvikuinnskotum, sem myndast á fárra kílómetra dýpi í jarðskorpunni. Háhita-
svæði geta þróast yfir í lághitasvæði þegar þau rekur út úr gosbeltunum. Lághita er vfða
að finna í jarðlögum af kvarterum og tertíerum aldri, þó aðallega vestan eystra
gosbeltisins, sem nær frá Axarfirði suður í Vestmannaeyjar um Vonarskarð. Stærstu
lághitasvæðin eru beggja vegna gosbeltisins suðvestanlands, sem teygir sig frá Reykja-
nesskaga og upp í Langjökul. Lághitasvæði eru einkum talin myndast þar sem spenna í
gamalli jarðskorpu veldur því að hún brotnar upp öðru hverju og lekar sprungur myndast
(Axel Björnsson o.fl. 1990).
stærstu lághitasvæðin eins og í Reyk-
holtsdal í Borgarfirði.
Ut frá umfangsmiklum mælingum á
tvívetni í yfirborðsvatni og jarðhita-
valni ályktaði Bragi Árnason (1976) að
lághitavatnið væri úrkoma ættuð innan
úr landi. Taldi hann að tvívetnismæl-
ingarnar styddu líkan Trausta af lág-
hitanum. Gunnar Böðvarsson (1982)
benti hins vegar á að niðurstöður tví-
vetnismælinganna segðu ekkert til urn
rennslisleiðir vatnsins frá hálendi til
láglendis; um grunnt streymi í berg-
grunni gæti verið að ræða alveg eins
og djúpt.
í grein í Náttúrufræðingnum færir
Sveinbjörn Björnsson (1980) rök fyrir
því að a.m.k. sum þau lághitasvæði
sem borað hefur verið í séu hræringar-
kerfi en ekki uppstreymissvæði og af
því lciðir að hin almenna kenning
Trausta um lághitann fær ekki staðist.
Niðurstöður sínar byggir Sveinbjörn á
hitamælingum og lektarmælingum í
djúpum borholum. Lektarmælingarnar
sýna að lekt er nægileg til þess að
49