Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 56

Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 56
Hiti °Q o 20 40 60 80 100 120 140 160 180 mynd- Bogni ferillinn ...................i , , . i , , , i , . , i . , , íÆj sýnir mældan hita í bor- holu RV-34 á Laugarnes- svæði í Reykjavík. Holan er rétt neðan við Stýri- mannaskólann. Beina lín- an sýnir hitastigul sem nemur 120 stigum fyrir hvern kílómetra, en sá stigull samsvarar nokkuð vel hitastigli á Reykjavík- ursvæðinu í nágrenni Laugarnessvæðisins. Af myndinni sést að hiti í jarðhitasvæðinu neðan u.þ.b. 1000 metra er lægri en vænta mætti út frá hita- stigli, en hærri ofan þessa dýpis. Hitadreifingin í Laugarnessvæðinu er talin stafa af hringrás (hræringu) vatns. Kalt grunnvatn sígur niður í svæðið, hitnar þar upp en kælir bergið um leið. Eftir að vatnið hefur náð að hitna hefur það tilhneigingu til að rísa vegna þess að heitt vatn er eðlisléttara en kalt. Þegar heita vatnið streymir upp í efri jarðlög hitar það þau upp. Hræring grunnvatnsins jafnar þannig út hitann í jarðhita- svæðinu. Djúpboranir í fleiri lághitasvæði hafa sýnt að þau eru hræringarkerfi eins og Laugarnessvæðið. hræring geti farið af stað. Hitamæl- ingarnar sýna að hiti djúpt í þessum kerfum er lægri en vænta mætti út frá vitneskju um hitastigul (10. mynd). Ofarlega í jarðhitakerfunum er bergið heitara en til hliðanna en kæling hefur átt sér stað djúpt í þessum kerfum; þau eru kuldapollar. Slíkir pollar verða naumast skýrðir á annan veg en þann að hræring vatns eigi sér stað í kerfinu og að vatnið hitni við snertingu við berg í rótum þess, en kæli bergið um leið. Síðastnefnda atriðið segir að þessi lághitakerfi geta ekki verið æstæð heldur hljóti þau að vera tímabundin fyrirbæri; kæling í rótum kerfanna getur ekki átt sér stað endalaust. Ennfremur stenst sú skýring ekki að vatn í þessum kerfum sé aðrunnið frá hálendi djúpt í berggrunninum. Hvernig ætti slíkt vatn að fara fyrst um heitari berggrunn og valda svo stað- bundinni kælingu í rótum lághita- kerfisins? Axel Björnsson o.fl. (1990) telja að líkan Trausta Einarssonar um æstæðan lághita fái ekki staðist en meginniður- staða Gunnars Böðvarssonar um stað- bundið varmanám í lághitakerfum við hræringu grunnvatns sé rétt. Lekt er fyrst og fremst bundin við virkar sprungur. Spennuástand í jarðskorp- unni ræður því hvar hreyfing verður á sprungum og því hvar lághitasvæði myndast, en stærð svæðanna ræðst líka af hitaástandi í jarðskorpunni. Þar sem hitastigull er hæstur og berggrunnurinn sprunginn næst gosbeltunum eru afl- mestu lághitasvæðin. Stefán Arnórsson og Sigurður R. Gíslason (1990) telja, miðað við þau gögn sem fyrir liggja, að ekki sé unnt að lýsa eðli allra lághitasvæða á íslandi með einu líkani, en að einstök svæði 50 J
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.