Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1993, Síða 66

Náttúrufræðingurinn - 1993, Síða 66
b) 3. mynd. Hvernig litu fyrstu blómin út? Lengi vel var talið að af núlifandi teg- undum svipaði þeim mest til magnólíu- blóma (a). Þau hefðu því verið nokkuð stór og skállaga, með mörg krónublöð og marga fræfla og frævur á keilulaga blóm- botni. Elstu steingerðu blóm sem líkjast Magnolia eru þó ekki eldri en um 110 milljón ára. Arið 1990 fundust í Ástralíu steingerð blóm sem talin eru 127 milljón ára gömul. Af núlifandi tegundum líkjast þau helst blómum tegunda af ættinni Chloranthaceae (b, c). Þau blóm sitja mörg saman í blómskipunum (b), eru örsmá, blómhlífarlaus og aðeins með einn fræfil og eina frævu (c). 9= fræva/frævur, 8 = fræfill/fræflar. Kvarða vanlar á magnólíu- blómin en krónublöðin eru um 3 cm á lengd. Myndir teknar úr Hickey og King (1988) og Keng (1983). hvort fyrstu blómin hafi verið stór og 1 itfögur eða lítil og óásjáleg (3. mynd). Nú er talið líklegt að ýmis dýr hafi haft mikil áhrif á þróun blómplantna. Sérstaklega er bent á skordýr í þessu sambandi, einkum þátt þeirra sem sérhæfðra frjóbera en einnig sem afræningja á frjókornum, eggbúum og fræjum (Crepet og Friis 1989, Friis og Crepet 1989). Stór dýr eru líka talin hafa haft áhrif sem grasbítar og sem afræningjar á fræjum og aldinum (Coe o.fl. 1989, Wing og Tiffney 1989). LÍFSFERILL PLANTNA OG MYNDUN OG ÞROSKUN FRÆJA Ferli kynœxlunar og tvískipt œviskeið planlna Hjá öllum heilkjarna lífverum sem hafa kynæxlun er að finna á einhverju stigi æviskeiðsins bæði einlitna og tvílitna frumur. Öll æðri dýr eru tví- litna; einu einlitna frumurnar eru kyn- frumur (egg og sæðisfrumur). Við frjóvgun renna þær saman og mynda tvílitna frumu, okfrumu, sem er upp- hafið að nýjum einstaklingi. Hjá mörg- um þörungum er þessu öfugt farið. Þar er okfruman eina tvílitna fruman en lífsferillinn að öðru leyti einlitna. Plöntur fara bil beggja; hjá þeim skiptist æviferillinn í tvennt, tvílitna skeið og einlitna skeið. Tvílitna skeið- ið kallast gróliður, einlitna skeiðið kynliður. Gróliðurinn er kallaður gró- liður vegna þess að hann myndar gró, kynliðurinn er kallaður kynliður vegna þess að hann myndar kynfrumur. Hjá mosum er kynliðurinn meira áberandi og er gróliðurinn háður honum um næringu. Hjá fræplöntum er gróliður- inn miklu fyrirferðarmeiri - plantan sjálf er gróliðurinn. Kynliðurinn er aðeins fáar frumur. Samruni eggs og sæðisfrumu við kynæxlun tvöfaldar litningamengi nýju frumunnar, okfrumunnar, sem verður til við frjóvgunina og er upphafið að 60
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.