Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 87
Fyrsta aðferðin sem hér var
nel'nd er ódýrust og einföldust í
framkvæmd og er því rétt að
víkja lítilega að henni. Hún
felst í því að skola jarðvegs- A
sýni með efnum sem leysa að-
eins upp hluta þeirra steinda
sem eru í jarðveginum. I ljós g
hefur komið að ammóníum-
oxalat er mjög heppilegt í
þessum tilgangi. Ammonínum-
oxalat leysir ekki upp blaðlaga C
leirsteindir (né frumsteindir) en
leysir ferríhýtrat, allófan og
ímógólít algjörlega upp. Á1 og kísill
ásamt súrefni eru uppistaðan í allófani
og ímógólíti. Með því að mæla kísil
og ál sem þannig leysist úr jarðveg-
inum (skammstafað Sio og Alo) má fá
góða mynd af magni allófans og
ímógólíts í jarðveginum (Parfitt og
Henmi 1982, Parfitt og Wilson 1985,
Wada 1989, Parfitt og Kimble 1990).
Járn sem leyst er úr jarðveginum á
þennan hátt (Feo) má sömuleiðis nota
til að meta magn ferríhýtrats (Parfitt
og Childs 1988). Þessi aðferð er vita-
skuld aðeins mat á allófani og
ímógólíti í jarðveginum. Hún hentar
vel á Nýja-Sjálandi til að mæla allófan
því þar er lítið af ímógólíti í jarðvegi.
Aðferðin hefur aftur á móti þann ann-
marka að sé mikið af ferríhýtrati í
jarðveginum er hætt við að sumt af
því Sio sem mælist sé bundið við yfir-
borð þess en komi ekki frá allófani.
LEIR í ÍSLENSKUM JARÐVEGI
Mælingar á leir í íslenskum jarðvegi
eru fáar. Þær mælingar sem hafa verið
gerðar með hefðbundnum aðferðum
hafa ekki leitt í ljós neitt umtalsvert
magn af leir.
í 2. töflu eru niðurstöður mælinga
með ammóníumoxalat-skolun á ís-
lenskum jarðvegssýnum sem birtar
hafa verið annars staðar (Ólafur Arn-
Lífrænt lag, mikið af rótum.
Veðrun bergefna og útskolur
Veðrun bergefna og
myndun leirsteinda
Móðurefhið sem jarð-
vegurinn myndast í
5. mynd. Dæmigert snið með hefðbund-
inni lagskiptingu. Efst er A-lag og í því
eru rætur gróðurs og nokkuð af lífrænum
efnum. Veðrun hefur leyst upp bergefni í
A-laginu sem síðan mynda leir í B-laginu.
B-lagið er með mun meira af leir en A-
lagið. Neðst er C-lagið sem dregur dám af
móðurefnunum, en þar á sér stað hægfara
veðrun.
alds 1990). Fleiri jarðvegslög voru
mæld í þessum sniðum en hér eru
aðeins nokkur valin úr. Taflan sýnir
einnig niðurstöður nákvæmra mæl-
inga á heildarmagni leirs sem gerðar
voru í Japan (Wada o.l'l. 1992). Sýnin
eru úr sniðum af fjórum stöðum á
landinu sem eru nokkuð dæmigerð
fyrir áfoksjarðveg á þeim slóðum.
Nánari lýsingar á sniðum og umhverfi
þeirra eru í fyrrgreindri ritgerð. Eitl
sniðanna (Þingvallasveit) er sýnt á 6.
mynd. Á það skal bent að tölur fyrir
allófan og ferríhýtrat eru áætlaðar
með óbeinum aðferðum og geta því
verið nokkuð ónákvæmar.
Talsvert er af allófani í þessum jarð-
vegslögum en nokkru minna af ferrí-
hýtrati. Magn allófans er sambærilegt
við það sem þekkist í svipuðum jarð-
vegi annars staðar, l.d. í Alaska (Ping
o.fl. 1988, Ping o.fl. 1989). Frekar
óalgengt er að finna jafn mikið af
81