Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1993, Side 93

Náttúrufræðingurinn - 1993, Side 93
Erling Ólafsson Flækingsfuglar á íslandi: Tittlingar, græningjar og krakar * INNGANGUR í þessari grein er fjallað um Ilækings- fugla af tittlingaætt (Emberizidae, 15 teg- undir), græningjaætt (Vireonidae, ein teg- und) og krakaætt (lcteridae, tvær tegund- ir), alls 18 legundir sem allar tilheyra ættbálki spörfugla (Passeriformes). Níu tegundanna eru af austrænum uppruna en hinar níu hafa borist hingað frá Norður- Ameríku. Alll eru þetta mjög sjaldséðar tegundir hér á landi. Til ársloka 1991 höfðu sex þeirra aðeins sést einu sinni, tvær tvisvar, fimm þrisvar, tvær fimm sinnum, ein sex sinnum og aðeins tvær oftar en tíu sinnum. Reyndar hefur ein tegund af tittlingaætt sést hér mun oftar, það er sportittlingur (Calcarius lapponic- us). Komur hans hingað eru annars eðlis en ættingjanna, þar sem farleiðir liggja að einhverju leyti við landið. Það gefur til- efni til annars konar umfjöllunar og ann- arrar greinar (sjá Fox og Ævar Petersen, í undirbúningi). í umfjöllun um tegundirnar er gerð grein fyrir útbreiðslu þeirra og stöðu í ná- grannalöndum okkar. Almennar upplýs- ingar eru fengnar úr nokkrum ritum (Voous 1960, Peterson 1947, 1961, Dymondo.fi. 1989, Lewington o.ll. 1991). Til að íþyngja textanum ekki meira en nauðsyn krefur verður þessara heimilda * Flækingsfuglar á íslandi. 10. grein: Nátt- úrufræðistofnun íslands. ekki getið þegar um almennar upplýsingar er að ræða. Við röðun tegunda er Howard og Moore (1991) fylgt. Við útgáfu bókarinnar „Fugl- ar íslands og Evrópu“ (Peterson o.fl. 1962), sem kom út í þýðingu Finns Guð- mundssonar, fengu flestallar þessara teg- unda íslensk heiti. Þrjár þeirra hafa þó verið nefndar síðan og heiti einnar breytt. Skarlatstáni er fyrsl nefndur svo í „Stóru Fuglabók Fjölva“ (Hanzak 1971), sem Friðrik Sigurbjörnsson þýddi, en það er bein þýðing á enska heitinu. Kúftittlingur kemur fyrst fyrir í „Dýra- og plöntuorða- bók“ Óskars Ingimarssonar (1989) en Gunnlaugur Pétursson er höfundur heitis- ins. Gullsóti birtist l'yrst í Blika nr. 4 (Gunnlaugur Pétursson og Erling Ólafsson 1985, Ævar Petersen 1985) en Kristinn Haukur Skarphéðinsson átti hugmyndina að því nafni. Að lokum var heiti bláfinku (sbr. Peterson o.fl. 1962) breytt í blátitt- ling (Gunnlaugur Pétursson og Erling Ól- afsson 1988), þar sem tegundin hefur verið færð úr finkuætt (Fringillidae) í tittlinga- ætt. Auk þess koma fyrir ýmis önnur heiti í almennum texta, bæði ný og gömul. Fjallað verður um öll þekkl lilvik sem varða þessar tegundir til ársloka 1991. Surnra fuglanna hefur áður verið getið á prenti en upplýsingar um aðra hafa ekki birst l’yrr. Þegar hefur verið getið um alla fugla sem sést hafa frá og með árinu 1979 í ársskýrslum um sjaldgæfa fugla. Fyrstu Náttúrufræðingurinn 63 (1-2), bls. 87-108,1993. 87
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.