Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 96
8
6
4
2
0
Fjöldi
■ ■ifc ■ ..LibikJjj
35 40 45 50 55 60 65 70 75 80 85 90
Fjöldi ,
fc
■ i ii ijI.
Jan Feb Mars Apn Maí Júní Júlí Ág Sept Okt Nóv Oes
Fjöldi
■ ,jl.
Jan Feb Mars Apr Maí Júní Júlí Ág Sept Okt Nóv Des
1. mynd. Fuglar af
tittl ingaætt séðir á
Islandi: (a) fjöldi á
ári hverju til ársloka
1990, (b) fjöldi
fugla amerískra teg-
unda eftir vikum,
(c) fjöldi fugla evr-
asískra tegunda eftir
vikum. Emberizids
seen in Iceland: (a)
annual no. of birds
till the end of 1990,
(b) weekly no. of
birds of American
species, (c) weekly
no. of birds of Eur-
asian species.
1947). Þær hafa báðar sést í Evrópu
(Lewington o.fl. 1991) og sú síðamefnda á
Islandi.
Ef 1. mynd (a) er skoðuð kemur berlega
í ljós hversu fáséðir fuglar af þessari ætt
eru hér á landi (sportittlingur að sjálf-
sögðu enn undanskilinn). Sá fyrsti fannst
ekki fyrr en árið 1936 en það var
skarlatstáni. Mikið vantar á að tittlingar
séu árvissir en þeir sáust 36 ár af 55 á
tímabilinu 1936-1990, oftast aðeins einn
fugl en flestír þrír. Þess má geta að eng-
inn hefur lagt eins mikið af mörkum við
öflun upplýsinga um þessar tegundir og
Hálfdán Björnsson á Kvískerjum í
Oræfum. Hann hefur orðið þess aðnjótandi
að sjá allar tegundirnar að þremur undan-
skildum. Fjórar tegundanna er hann einn
um að hafa séð hér og sú algengasta, þ.e.
seftittlingur (Emberiza schoeniclus),
hefur aðeins sést á Kvískerjum að einum
fugli undanskildum. Slíkur árangur verður
seint leikinn eftir.
Þótt gögnin séu ekki mikil að vöxlum er
samt áhugavert að bera saman komutíma
austrænna og vestrænna tegunda til lands-
ins (1. mynd, b-c). Evrasískir tittlingar
berast hingað á fartímum bæði á vorin og
haustin. A vorin sker maímánuður sig úr
en á haustin sjást þeir frá miðjum
september og fram í miðjan nóvember.
Amerískir tittlingar sjást einkum á
90