Náttúrufræðingurinn - 1993, Qupperneq 97
haustin, frá októberbyrjun og fram í miðj-
an nóvember, þ.e. koma heldur seinna en
þeir austrænu. Aðeins ein amerísku teg-
undanna, hörputiltlingur (Zonotrichia
albicollis), hefur sést hér nokkrum sinnum
og á ýmsum árstímum.
Ef athugaður er komutími amerískra
landfugla til Bretlandseyja kemur í ljós
að mikill meirihluti þeirra sést fyrstu
þrjár vikurnar í október (Dymond o.fl.
1989). Þetta er þó ekki í fullu samræmi
við fartíma fuglanna. Robbins (1980)
benti á að það stafi sennilega af því að
veðurskilyrði sem hrekja fugla austur yfir
haf koma að öllu jöfnu ekki fyrr en langt
er liðið á september, þegar tími fellibylj-
anna hefst.
Gultittlingur (Emberiza citrinellá)
Gultittlingur (2. mynd) er algengur
vaipfugl urn nær gjörvalla Evrópu, nema
allra syðst og nyrst, og nær austur í mið-
bik Síbiríu þar sem tegundin blandast
lerkitittlingi í slíkum mæli að útbreiðslu-
mörk tegundanna verða óglögg (sjá síðar).
Hann verpur næst okkur í Skotlandi. Áður
varp hann á Orkneyjum og óreglulega á
Suðureyjum en nú er hann þar frekar
sjaldséður gestur á fartímum (Sprensen og
Bloch 1990). Gultiltlingur er að mestu
staðfugl í Evrópu. Þó eiga sér stað ein-
hverjir flutningar suður á bóginn innan álf-
unnar á haustin, ekki síst hjá skandin-
avískum fuglum (Zink 1985). í Færeyjum
er hann sjaldséður gestur (Bloch og Soren-
sen 1984). Hann er einnig sjaldséður á ís-
landi en kunnugt er um 12 fugla.
1. Akureyri, Eyf, 4.-1 I. janúar 1942 (RM5318).
Finnur Guðmundsson (1944).
2. Kvísker í Öræfum, A-Skaft, 4. apríl 1942. Sást
í nokkra daga. Finnur Guðmundsson (1944).
3. Kvísker í Öræfum, A-Skaft, 9. nóvember 1945
(RM5319). Hálfdán Björnsson.
4. Kvísker í Öræfum, A-Skaft, 9. maí 1950
(RM6813). Hálfdán Björnsson.
5. Kvísker í Öræfum, A-Skaft, 25. október 1968
(RM5320). Hálfdán Björnsson.
6. Kvísker í Öræfum, A-Skaft, 2. maí 1974
(kvenf. RM5321). Hálfdán Björnsson.
7. Leiti í Suðursveit, A-Skaft, 25. maí 1980.
Gunnlaugur Pétursson og Kristinn Haukur
Skarphéðinsson (1982).
8. Kvísker í Öræfum, A-Skal't, 30.-31. október
1980 (RM6853). Gunnlaugur Pétursson og
Kristinn Haukur Skarphéðinsson (1982).
9. Stafnes á Miðnesi, Gull, 20. október 1984.
Gunnlaugur Pétursson og Erling Ólafsson
(1986).
10. Reynivellir í Suðursveit, A-Skaft, 14. apríl
1985 (karlf. RM8931). Gunnlaugur Pétursson
og Erling Ólafsson (1988).
11. Reynivellir í Suðursveit, A-Skaft, 25. október
1987. Gunnlaugur Pétursson og Erling Ólafsson
(1989).
12. Merki á Jökuldal, N-Múl, 17.-19. apríl 1989
(kvenf. RM10016). Gunnlaugur Pétursson o.fl.
(1992a).
Sex þessara fugla sáust að vorlagi, á
2. mynd. Gultittlingur
Emberiza citrinella, karl-
l'ugl í sutnarbúningi.
Ljósm. photo R. Chitten-
den/Rare Bird Photo-
graphic Library.
91