Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 98
tímabilinu 4. apríl til 25. maí, fimm að
hausti, frá 20. október til 9. nóvember, og
einn á miðjum vetri eða 4. janúar. Á
haustin virðist gultittlingur vera heldur
fyrr á ferðinni hér á landi en í Færeyjum,
en þar sést hann einkum í nóvember-
desember. Á vorin kemur hann til Færeyja
á tímabilinu mars-maí (Bloch og Spren-
sen 1984).
Lerkitittlingur
(Emberiza leucocephalos)
Lerkitittlingur (3. mynd) verpur í
norðanverðri Asíu, í Síbiríu sunnan heim-
skautsbaugs, vestur til Uralfjalla, í N-
Mongólíu og e.t.v. í NV-Mansjúríu og N-
Tíbet (Lewington o.fl. 1991). Reyndar
virðast vesturmörk tegundarinnar nokkuð
óljós en þar mætast lerkitittlingur og gul-
tittlingur og blandast í verulegum mæli.
Þar sjást fuglar af ýmsum millistigum
(Voous 1960). Því er ljóst að kynblend-
ingarnir eru frjóir og blandast enn frekar.
Vetrarstöðvar eru einkum í norðanverðu
Kína, NV-Indlandi og í Afganistan og ná-
grannalöndum. Sumir fara jafnvel allt
vestur til Israels. Tegundin er flækings-
fugl í mörgum Evrópulöndum en er víðast
hvar mjög fáséð. Flestir fuglar hafa sést í
Hollandi, eða 26 til ársins 1990 (van dcn
Berg o.fl. 1991, 1992), og 19 á Bretlands-
eyjum til ársins 1991 (Dymondo.fi. 1989,
Lewington o.fl. 1991, Rogers o.fl.
1990-1992). Auk þess er kunnugt um tvo
fugla sem sáust á Bretlandi í janúar og
febrúar 1992 (Gantlett 1992). Lerkititt-
lingur hefur ekki fundist í Færeyjum en
einn hefur sést á Islandi.
1. Kvísker í Öræfum, A-Skaft, 30. október 1944
(karlf. RM5322). Hálfdán Björnsson.
Á Bretlandseyjum hafa flestir (eða 13)
lerkitittlingar sést á tímabilinu frá 10.
október til 16. nóvember. Einnig hafa þrír
sést í apríl, þrír í janúar, einn í febrúar og
einn í ágúst. Flestir hafa fundist á eyjun-
um norður af Skotlandi, eða sex á Orkn-
eyjum og fimm á Fair Isle við Hjaltland.
E.t.v. fara líkurnar á því að lerkitittlingar
berisl til Islands vaxandi þar sem tíðni
þeirra jókst verulega á Bretlandi á átt-
unda áralugnum en þá sáust 12 fuglanna
(Dynond o.fl. 1989, Rogers o.fl.
1990-1991). íslenski fuglinn fellur vel að
aðalkomutíma tegundarinnar til Bret-
landseyja. I Hollandi hafa sést 20 fuglar á
þessari öld, allir í október og nóvember,
þar af átta á árunum 1961-1970, fjórir á
áratugnum 1971-1980og fimm 1981-1990
3. mynd. Lerkitittlingur
Emheriza leucocepluilos,
karlfugl í vetrarbúningi.
Ljósm. pltoto R. Chitt-
enden/Rare Bird Photo-
graphic Library.
92