Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 107

Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 107
Samkvæmt líkindareikningum Robbins (1980) er hörputittlingur í 12. sæti yfir tegundir sem sést höfðu á Bretlandseyjum og er þar fremstur í flokki tittlinganna. Vetrartittlingur (Junco hyemalis) Vetrartittlingur (14. rnynd) verpur frá Alaska og austur um Kanada til Ný- fundnalands, einnig nyrst í austanverðum Bandaríkjunum og suður eftir Appalachia- fjöllum til Georgíuríkis. Á veturna dvelur hann um mestöll Bandaríkin, einkurn þó austan Klettafjalla, og syðst í Kanada. Vetrartittlingur hefur alloft flækst austur um haf en alls hafa 15 fuglar sést á Bret- landseyjum og í Hollandi, Noregi, Pól- landi og Gíbraltar hefur sést einn í hverju landi (Lewington o.ll. 1991). Vetrar- tittlingur hefur sést einu sinni á íslandi með vissu. 1. Kvísker í Öræfum, A-Skaft, 6. nóvember 1955 (kvenf. imm RM5573). Hálfdán Björnsson. Þetta er eini vetrartittlingurinn sem sést hefur í Evrópu að hausti til. Af hinum 19 sáust 14 á tímabilinu apríl-júní og fimm í desember-mars (Lewington o.fl. 1991). Vetrartittlingur er í 13. sæti á líkindalista Robbins (1980), næstur á eftir hörputittlingi. Samkvæml því hefði mátt búast við fleiri vetrartittlingum hér á landi. Reyndar eru til lýsingar á fuglum sem gætu átt við þessa tegund. Til dæmis barst útvarpsþættinum „Náttúrulegir hlut- ir“ bréf frá Keldunúpi á Síðu, dags. 12. desember 1955, með eftirfarandi lýsingu: „Hann er blágrár á baki, höfði og hálsi, ljósgrár á kvið og fram á bringu og neðan á stélinu, en að ofan er stélið blágrátt. Nef og fætur gult. Hann er dálítið minni en snjótittlingur.Þessi lýsing, svo langt sem hún nær, á ágætlega við þcssa tegund. Blátittlingur (Passerina cyanea) Blátittlingur (15. mynd) verpur í austanverðri N-Ameríku, frá sunnanverðu Kanada og langleiðina suður að Mexíkó- flóa. Vetrarstöðvar eru í Mið-Ameríku og á eyjum í Karíbahafi. Auk íslenskra fugla hafa 13 sést í Evrópu, fjórir á Bretlands- eyjum, þrír í Finnlandi, tveir í Hollandi og Danmörku og einn í Svíþjóð og Júgó- slavíu. Það veldur nokkrum vandkvæðum að tegundina er víða að finna sem búrfugl og gætu því einhverjir þessara fugla hafa sloppið úr haldi. Til dæmis er álitið að júgóslavneski fuglinn sé þannig tilkominn en þar var um að ræða syngjandi karlfugl í 14. mynd. Vetrar- tittlingur Junco hyem- alis. Ljósm. photo R. Chittenden/Rare Bird Photographic Library. 101
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.