Náttúrufræðingurinn - 1993, Qupperneq 107
Samkvæmt líkindareikningum Robbins
(1980) er hörputittlingur í 12. sæti yfir
tegundir sem sést höfðu á Bretlandseyjum
og er þar fremstur í flokki tittlinganna.
Vetrartittlingur (Junco hyemalis)
Vetrartittlingur (14. rnynd) verpur frá
Alaska og austur um Kanada til Ný-
fundnalands, einnig nyrst í austanverðum
Bandaríkjunum og suður eftir Appalachia-
fjöllum til Georgíuríkis. Á veturna dvelur
hann um mestöll Bandaríkin, einkurn þó
austan Klettafjalla, og syðst í Kanada.
Vetrartittlingur hefur alloft flækst austur
um haf en alls hafa 15 fuglar sést á Bret-
landseyjum og í Hollandi, Noregi, Pól-
landi og Gíbraltar hefur sést einn í hverju
landi (Lewington o.ll. 1991). Vetrar-
tittlingur hefur sést einu sinni á íslandi
með vissu.
1. Kvísker í Öræfum, A-Skaft, 6. nóvember 1955
(kvenf. imm RM5573). Hálfdán Björnsson.
Þetta er eini vetrartittlingurinn sem
sést hefur í Evrópu að hausti til. Af hinum
19 sáust 14 á tímabilinu apríl-júní og
fimm í desember-mars (Lewington o.fl.
1991). Vetrartittlingur er í 13. sæti á
líkindalista Robbins (1980), næstur á eftir
hörputittlingi. Samkvæml því hefði mátt
búast við fleiri vetrartittlingum hér á
landi. Reyndar eru til lýsingar á fuglum
sem gætu átt við þessa tegund. Til dæmis
barst útvarpsþættinum „Náttúrulegir hlut-
ir“ bréf frá Keldunúpi á Síðu, dags. 12.
desember 1955, með eftirfarandi lýsingu:
„Hann er blágrár á baki, höfði og hálsi,
ljósgrár á kvið og fram á bringu og neðan
á stélinu, en að ofan er stélið blágrátt.
Nef og fætur gult. Hann er dálítið minni
en snjótittlingur.Þessi lýsing, svo
langt sem hún nær, á ágætlega við þcssa
tegund.
Blátittlingur (Passerina cyanea)
Blátittlingur (15. mynd) verpur í
austanverðri N-Ameríku, frá sunnanverðu
Kanada og langleiðina suður að Mexíkó-
flóa. Vetrarstöðvar eru í Mið-Ameríku og
á eyjum í Karíbahafi. Auk íslenskra fugla
hafa 13 sést í Evrópu, fjórir á Bretlands-
eyjum, þrír í Finnlandi, tveir í Hollandi
og Danmörku og einn í Svíþjóð og Júgó-
slavíu. Það veldur nokkrum vandkvæðum
að tegundina er víða að finna sem búrfugl
og gætu því einhverjir þessara fugla hafa
sloppið úr haldi. Til dæmis er álitið að
júgóslavneski fuglinn sé þannig tilkominn
en þar var um að ræða syngjandi karlfugl í
14. mynd. Vetrar-
tittlingur Junco hyem-
alis. Ljósm. photo R.
Chittenden/Rare Bird
Photographic Library.
101