Náttúrufræðingurinn - 1993, Blaðsíða 110
17. mynd. Græningi Vireo
olivaceus. Ljósm. photo P.
Walsh/Rare Bird Photo-
graphic Library.
Ofangreindir fuglar sáust á tímabilinu
16. september til 20. október. Það kenrur
vel heim og saman við komur tegundar-
innar til Bretlandseyja, þ.e. í seinnihluta
september til miðs október (Lewington
o.fl. 1991).
Þeir sáust allir við suðurströndina, frá
Grindavík og austur til Kvískerja. I
október 1985, þegar síðasttaldi fuglinn
sást á Kvískerjum, sáust alls 13 græn-
ingjar á Bretlandseyjum, eða fleiri en
nokkru sinni. A sama tíma sáust tveir í
Hollandi og einn í Frakklandi (Lewington
o.fl. 1991). Græningi er í 9. sæti á
líkindalista Robbins (1980). Þá höfðu
reyndar aðeins sést átta græningjar á
Bretlandseyjum, svo að þeim hefur
fjölgað verulega síðan.
Krakaœtt (Icteridae)
í krakaætt eru um 90 tegundir frekar
stórra spörfugla sem einungis er að ftnna í
Ameríku. Ættin er útbreidd allt frá
Eldlandi í suðri og norður fyrir norður-
heimskautsbaug. Fjölbreytnin er mest í
hitabellinu en ýmsar tegundir kraka eru
einnig mjög áberandi á gresjum og í
votlendi. Fuglarnir hafa flestir svartan
grunnlit en eru oft með áberandi rauða,
rauðgula, gula eða brúna flekki. Algengt
er að svarti liturinn sé gljáandi og endur-
varpi öllum regnbogans litum. Oft er einn-
ig nokkur litar- og stærðarmunur á kynj-
um.
I Evrópu hafa sést fjórar legundir af
ættinni en þær eru allar mjög sjaldséðar.
Tvær þeirra hafa sést á Islandi og er
þeirra getið hér að neðan. Hinar eru rís-
starli (Dolichonyx oryzivorus) sem hefur
sést í nokkrum Evrópulöndum og blásóti
(Quiscalus quiscula) sem hefur aðeins
sést í Danmörku en óljóst er hvort um
villtan fugl eða búrfugl var að ræða
(Lewingtono.fi. 1991).
Almkraki (Jctents galbula)
Almkraki (18. mynd) verpur víða í
Bandaríkjunum og sunnanverðu Kanada.
A veturna heldur hann sig í sunnanverðum
Bandaríkjunum, Mið-Ameríku og nyrst í
S-Ameríku. Hann hefur fundist tvisvar á
Grænlandi, í september 1936 og 1953
(Salomonsen 1967). Alls hafa sést 16 fugl-
ar á Bretlandseyjum (þó enginn á Irlandi).
Flestir hafa sést á haustin, á tímabilinu
19. september til 18. október, og nokkrir á
vorin, 6.-11. maí (Dymond o.fl. 1989,
Lewington o.fl. 1991). Þá hefur álmkraki
104