Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1993, Qupperneq 119

Náttúrufræðingurinn - 1993, Qupperneq 119
Krepputunga liggur á milli jökul- vatnanna Jökulsár á Fjöllum og Kreppu, en þær sameinast skammt austan við Herðubreið. Hún er að mestu leyti þakin hraunum og gæti þess vegna tilheyrt Ódáðahrauni. Nyrsti hluti hennar er nær 20 km löng og 1-4 km breið hrauntunga en þar fyrir sunnan breikkar hún verulega. Kverkfjallarani er mikill fjallgarður sem liggur til norðausturs frá Kverk- fjöllum. Hann er allur umflotinn hraun- um, nema hvað nokkuð dregur úr þeim suðaustan til. Samt þekja Lindahraun og Kreppuhraun þar umtalsverð landsvæði. Hvannalindir liggja við norðurenda Lindahrauns. Við þær getur að líta um 15 ha gróðursvæði, það eina sem nokkuð kveður að í allri Krepputungu, sem að öðru leyti er nær gróðurvana og afrennslislaus eyðimörk. Austan við Kreppu gerbreytist öll ásýnd landsins. Þar taka við Brúar- öræfi. Þau einkennast af víðáttumikl- um, mishæðóttum melöldum með lág- reistum fjallaþyrpingum og grunnum daladrögum. Fagradalsfjall, Hvann- stóðsfjöll og Álftadalshnjúkur eru ris- mestu fjöllin þarna (1. mynd). Allt er þetta land gróðurvana, nema hvað lægstu dalbotnarnir eru þaktir kjarn- miklum gróðri. Það eru hinir eiginlegu Brúardalir, sem frægir eru vegna beitarinnar. Sauðárdalur, Vesturdalur, Fagridalur, Álftadalur og Arnardalur ná allir eitthvað inn á rannsóknar- svæðið. Kverkárnesið tilheyrir Brúar- öræfum hvað útlit snertir, þrátt fyrir að Kreppuhraun liggi í því vestanverðu. Hjörleifur Guttormsson (1987) stingur upp á að taka aftur upp nafnið Kverkárrana um alla tunguna á milli Kverkár og Kreppu, eins og l’yrr var gert, og nota nafnið Kverkárnes aðeins um lægsta hluta hans, og get ég vel fallist á uppástungu hans. Sökum gróðurleysis hefur svo til allt rannsóknarsvæðið fallið utan hefð- bundinna fjárleita. Varla nema dug- mestu eftirleitamenn af Jökuldal sóttu fé í afskekktustu Brúardali eða í Herðubreiðarlindir úr Mývatnssveit. Annað erindi áttu menn varla á um- liðnum öldum svo að öræfakyrrðin ríkti ein á þessum slóðum, jafnvel svo árum skipti. Samt voru af og til farnar landkönnunarferðir og eru til frásagnir af þeim frá síðastliðnum öldum. Vatna- jökulsvegur um Brúardali, Kreppu- tungu, Ódáðahraun sunnan Dyngju- fjalla og vestur á Sprengisand mun hafa verið farinn einstaka sinnum allt frá söguöld. Ef til vill hefur sú leið verið fjölfarnari fram eftir öldum. Þeir Sigurður Kristinsson (1985) og Hjör- leifur Guttormsson (1987) hafa kynnt sér frásagnir af þeim og gert þeim skil. Þeir hafa einnig lengi verið til sem einhverra hluta vegna hafa flúið byggðir. Rústir af hreysum útlaga finn- ast bæði við Hvannalindir (4. mynd) og við Herðubreiðarlindir. Þær hafa báðar verið eignaðar Fjalla-Eyvindi, þó að það sé alls ekki sannað með þá fyrr- nefndu (Ólafur Briem 1983). Þær gætu vel átt margslungnari sögu og tel ég það mjög líklegt. FYRRI JARÐFRÆÐIRANNSÓKNIR Það má með sanni segja að megin- hluti rannsóknarsvæðisins hafi að mestu verið órannsakað land í jarð- fræðilegu tilliti þegar við hófum kortlagningarstarfið. Hins vegar var það orðið nokkuð vel kannað af áhuga- sömum ferðamönnum. Fjórhjóladrifs- bílar eftirstríðsáranna höfðu valdið þeirri byltingu. Ólafur Jónsson (1945) gerði mjög góða grein fyrir öllunr þekktum könnunarferðum á þessar slóðir fram til þess tíma að hann skrifaði hið umfangsmikla ritverk sitt „Ódáðahraun (I—III)“. Ólafur var mjög 113
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.