Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 120
4. mynd. Rústir útilegumanna við Hvannalindir. The ruins of outlaws at Hvannalindir.
Ljósm. photo Guttormur Sigbjarnarson.
vel að sér í náttúrufræðilegum efnum
og glöggskyggn náttúruskoðari, svo
að ritverk hans er hafsjór af fróðleik.
Tilgangi þessara eldri könnunarferða
má skipta í þrjá flokka: I fyrsta lagi
fóru menn að leita að sauðfjárhögum,
fjallvegaleiðum og bústöðum útilegu-
manna. I öðru lagi fóru nokkrir í land-
könnunar- og skemmtiferðir. 1 þriðja
hópnum voru vísindamenn sem fengust
við landmælingar og jarðfræðirann-
sóknir. I flestum þessum ferðum voru
Dyngjufjöll með Öskju höfuðviðfangs-
efnið en Kverkfjöll í einstaka tilfellum
er fram liðu stundir. Þar sem
Kverkfjöll og Askja falla að langmestu
leyti utan þeirrar kortlagningar sem hér
er fjallað um verður hér aðeins drepið
lauslega á rannsóknir á þeim. Einnig
mun ég í þessari grein aðeins víkja að
þeim rannsóknaferðum sem tilheyra
síðasta flokknum og ná eitthvað um-
talsvert inn á rannsóknasvæðið, enda
hafa hinum þáttum þeirra verið gerð
ágæt skil annars staðar (Ólafur
Jónsson 1945, Sigurður Kristinsson
1985 og Hjörleifur Guttormsson 1987).
Landmælingaferðir Björns Gunn-
laugssonar sumrin 1838 og 1839 voru
fyrstu vísindalegu mælingarnar þarna.
Landakort Björns (1844) er að vísu
mjög ófullkomið af þessum slóðunr en
það er samt fyrsti marktæki upp-
drátturinn af miðhálendinu. Sérstak-
lega vantaði mikið á að lega norður-
jaðars Vatnajökuls, Kverkijalla og
Dyngjufjalla öðlaðist þar skýra mynd.
Smátt og smátt var þó unnið að endur-
bótum á korti Björns, en það leiðréttist
ekki endanlega fyrr en með dönsku
herforingjaráðskortunum sem teiknuð
voru eftir loftmyndum frá árunum
1937 og 1938 (Nprlund 1944).
Þorvaldur Thoroddscn (1958) kom
aðeins einu sinni í Krepputungu, árið
1884. Hann kom þá vestan yfir Jökulsá
og fór um Kverkhnjúkaskarð í Hvanna-
lindir. Hann gerði tilraun til að komast
114