Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 126

Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 126
skarandi þolgæði og dugnað við þessar erfiðu aðstæður. Þrátt fyrir þetta náðist veruleg þekking á jarð- fræði Brúardala og á vesturbakka Jökulsár á Fjöllum. Kreppubrúin var tilbúin í septemberbyrjun um haustið. Eg fór eina ferð í leiðakönnun inn í Krepputungu. Með í þeirri för var Jón í Möðrudal, 92 ára gamall, og mun þetta hafa verið síðasta öræfaferðin hans. Þar með lauk rannsóknum þetta sumar. I byrjun júlí 1971 var þráðurinn tek- inn upp aftur. Nú fengum við stóran vinnuskúr til umráða og var honum komið fyrir í Krepputungu móts við norðurenda Upptyppinga (7. mynd). Þeir Kristinn J. Albertsson og Kristinn Einarsson voru áfram með í för og jarðfræðinemarnir Sigurður G. Tómas- son og Björn Jóhann Björnsson bættust í hópinn, en Helgi Guðmundsson var ekki með að þessu sinni. í ágústmánuði 1971 var einnig unnið að almennri vatnafræðirannsókn á öllu vatnasviði Jökulsár á Fjöllum og Jökulsár á Dal og mælingar gerðar á aðrennsli þeirra. Niðurstöður þeirra birtust í skýrslunni „Mælingar á aðrennsli Jökulsár á Brú og Jökulsár á Fjöllum í ágúst 1971“ (Guttormur Sigbjarnarson o.ll. 1971). Þau Laufey Hannesdóttir, Björn Er- lendsson og Kristján Ágústsson önnuð- ust rennslismælingarnar. Veðráttan sumarið 1971 reyndist miklu hagstæðari til rannsókna en árið áður, en þó snjóaði af og til í háfjöll. Unnið var að rannsóknum í Kreppu- tungu og í Brúardölum. Einnig var far- inn einn rannsóknaleiðangur á vestur- bakka Jökulsár á Fjöllum en þeim hluta tókst ekki að Ijúka sem skyldi. Sama máli gegndi um Kverkárnes og Kverk- fjallarana. Rannsóknunum miðaði þó vel ál'rarn og var þeim að mestu lokið seint í ágúst. Leiðangursmenn hurfu þá á braut, nema hvað ég varð eftir ásamt Kristni Albertssyni til að ljúka jarðfræðiþætti rannsóknanna. Að kvöldi dags þann 25. ágúst brast á iðu- laus stórhríð sem stóð linnulaust í nær þrjá sólarhringa. Við vorum staddir upp við Sigurðarskála í Kverkfjöllum, en hann var þá í smíðum, þegar veðr- ið skall á en náðum þó að komast um kvöldið í húsið okkar í Krepputungu undir Upptyppingum. Daginn eftir tókst okkur að brjótast niður í Möðru- dal en þaðan var þjóðvegurinn lok- aður í báðar áttir vegna snjóa. Dvöldumst við þar langt i'ram á næsta dag, en þá byrjaði veðrið fyrst að ganga niður og blotna í snjóinn svo að okkur tókst að aka niður í Mývatns- sveit um kvöldið. Eyþór Einarsson grasafræðingur var okkur samferða á öðrum bíl í þessari hrakningaför ásamt aðstoðarmanni sínum, Árna Hjartar- syni. Við Kristinn J. Albertsson fórum eftir þetta enn eina ferð inn í Kreppu- tungu en okkur tókst þó ekki að ljúka rannsóknunum þar vegna snjóa. Lauk þar með svæðisrannsókn okkar þá um haustið en sumarið 1973 fórum við Kristinn J. Albertsson enn í nokkurra daga leiðangur á þessar slóðir. Við náðum þá nokkuð að fylla í stærstu eyðurnar. Þar með lauk rannsóknum okkar fyrir gerð jarðfræðikortsins (Guttormur Sigbjarnarson o.fl. 1974) en síðan hef ég farið þangað í nokkr- ar stuttar ferðir sem allar hafa aukið verulega við fyrri þekkingu mína á kortlagða svæðinu. LOKAORÐ Hér læt ég staðar numið við lýsingu á aðdraganda, skipulagi og framkvæmd jarðfræðikortlagningar á landinu „Norðan Vatnajökuls“. I eftirfarandi greinum mun ég lýsa niðurstöðum kortlagningarstarfsins. Að lokum vil ég þakka öllum þeim sem unnu með mér að þessum rann- 120
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.