Andvari - 01.01.1986, Side 8
6
GUNNAR G. SCHRAM
ANDVARI
félagslegra umbóta í gerð hins íslenska velferðarþjóðfélags. Þeim
málum veitti hann ötult og drengilegt brautargengi allt frá fyrstu tíð
og lét sig þau ávallt miklu skipta.
í hlut Gunnars kom að gegna óvenju mörgum ábyrgðarstörfum,
ekki einungis á vettvangi þjóðmála, heldur einnig á sviði vísinda og
fræða og sem fulltrúi íslands á erlendri grund. Þau störf rækti hann
bæði af atorku og myndugleik. Naut hann þar meðfæddra gáfna
sinna og glæsilegs persónuleika, sem sköpuðu honum virðingu og
vinsældir langt út fyrir raðir vina og samherja.
Á stundum var hann umdeildur svo sem flestir þeir, sem fram úr
hafa skarað í sögu þjóðarinnar. En þótt í odda skærist var hann í eðli
sínu friðarins maður, víðsýnn og umburðarlyndur, sem átti sér það
takmark að vinna gagn landi sínu og þjóð.
1
Gunnar Thoroddsen fæddist í Reykjavík 29. desember 1910, son-
ur hjónanna Sigurðar Thoroddsen verkfræðings og yfírkennara og
Maríu Kristínar Claessen. Forfaðir hans í föðurætt var Þóroddur
Þóroddsson beykir og og bóndi á Vatneyri við PatreksQörð, fæddur
árið 1742 og dáinn 1798. Kona hans var Bergljót Einarsdóttir sem
komin var í sjötta lið af Einari Sigurðssyni, presti og skáldi í Eydöl-
um.
Langafi Gunnars var Þórður Thoroddsen bóndi að Reykhólum en
kona hans var Þórey Gunnlaugsdóttir prests á Ríp í Skagafirði
Magnússonar. Þau áttu þrjú börn, dæturnar Hildi og Jóhönnu og
soninn Jón.
Jón Thoroddsen varð landskunnur maður, sýslumaður og skáld.
Kona Jóns var Kristín Ólína, dóttir Þorvalds Sívertsen í Hrappsey
á Breiðafirði. Jón var sýslumaður í Barðastrandarsýslu og síðar
sýslumaður Borgfirðinga og bjó að Leirá. Synir þeirra hjóna sem
upp komust voru fjórir, Þorvaldur náttúrufræðingur og prófessor,
Þórður læknir og alþingismaður, Skúli sýslumaður og alþingismað-
ur og Sigurður landsverkfræðingur og síðar yfirkennari.