Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1986, Page 15

Andvari - 01.01.1986, Page 15
ANDVARI GUNNAR THORODDSEN 13 Þar markaði hann djúp spor í sögu lands og þjóðar sem borgar- stjóri Reykjavíkur, alþingismaður í meir en fjóra átatugi, ráðherra í þremur ríkisstjórnum og fulltrúi íslands í Kaupmannahöfn þegar viðkvæmasta deilumál hinna fornu frændþjóða var með fullum friði til lykta leitt. Strax innan við tvítugt hafði Gunnar skipað sér í raðir sjálfstæðis- manna og átti, svo sem fyrr sagði, drjúgan þátt í því með öðrum jafnöldrum sínum að móta þær hugmyndir að nýrri frjálslyndri þjóðmálastefnu sem flokkurinn setti á oddinn næstu árin og áratug- ina. Hér hafði bæst í hópinn ungur maður sem athygli vakti fyrir gáfur sínar og glæsileik, fágaða framkomu en jafnframt glettni og gamansemi í góðra vina hópi. Það var því ekki að undra þótt honum væri fljótt falin forysta bæði í félagslífí laganema og ungra sjálfstæð- ismanna. Ári efdr að Gunnar varð stúdent, snemma sumars 1930, bauð Jón Þorláksson formaður hins nýja Sjálfstæðisflokks honum að koma með sér í fundaferð Vestur og norður um land til undirbúnings þingkosningunum sem fram áttu að fara um sumarið. Sýnir það hvert traust Jón bar til hins unga stúdents en þeir Jón og hann voru mæta vel kunnugir, Jón kvæntur Ingibjörgu Claessen, systur Maríu Kristínar móður Gunnars. Milli þeirra tókst náin vinátta og sam- starf. Minntist Gunnar ætíð þessa læriföður síns á þjóðmálavettvangi með virðingu og hlýju og nefnir hann einn af yfirburðamönnum þessarar aldar á íslandi. (Sjá grein í bókinni Peir settu svip á öldina.) í ferð þessari undirbjó Gunnar stofnun félaga ungra sjálfstæðismanna á þeim stöðum sem þingað var en síðar á árinu var Samband ungra sjálfstæðismanna stofnað. Jafnframt tók hann víða til máls á fram- boðsfundum og háði á frægum fundi á Akureyri sína fyrstu rimmu við hinn vopnglaða foringja Framsóknarflokksins, Jónas Jónsson frá Hriflu. Má ætla að frammistaða hans á þessum fundum hafi verið ein ástæða þess að hann var fenginn til þess að bjóða sig fram fyrir Sjálfstæðisflokkinn til þings í Mýrasýslu í kosningum sem fram fóru Qórum árum síðar, 1934. Varð hann þá landskjörinn og yngsti þing- maður sem setið hefur á Alþingi, fyrr og síðar, tuttugu og þriggja ára að aldri Á þingi sat Gunnar Thoroddsen það kjörtímabil til 1937. í kosn- ingunum sumarið 1942 bauð hann sig fram í Snæfellsnessýslu og varð þá landskjörinn þingmaður. í haustkosningunum það sama ár
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.