Andvari - 01.01.1986, Síða 15
ANDVARI
GUNNAR THORODDSEN
13
Þar markaði hann djúp spor í sögu lands og þjóðar sem borgar-
stjóri Reykjavíkur, alþingismaður í meir en fjóra átatugi, ráðherra í
þremur ríkisstjórnum og fulltrúi íslands í Kaupmannahöfn þegar
viðkvæmasta deilumál hinna fornu frændþjóða var með fullum friði
til lykta leitt.
Strax innan við tvítugt hafði Gunnar skipað sér í raðir sjálfstæðis-
manna og átti, svo sem fyrr sagði, drjúgan þátt í því með öðrum
jafnöldrum sínum að móta þær hugmyndir að nýrri frjálslyndri
þjóðmálastefnu sem flokkurinn setti á oddinn næstu árin og áratug-
ina. Hér hafði bæst í hópinn ungur maður sem athygli vakti fyrir
gáfur sínar og glæsileik, fágaða framkomu en jafnframt glettni og
gamansemi í góðra vina hópi. Það var því ekki að undra þótt honum
væri fljótt falin forysta bæði í félagslífí laganema og ungra sjálfstæð-
ismanna.
Ári efdr að Gunnar varð stúdent, snemma sumars 1930, bauð Jón
Þorláksson formaður hins nýja Sjálfstæðisflokks honum að koma
með sér í fundaferð Vestur og norður um land til undirbúnings
þingkosningunum sem fram áttu að fara um sumarið. Sýnir það
hvert traust Jón bar til hins unga stúdents en þeir Jón og hann voru
mæta vel kunnugir, Jón kvæntur Ingibjörgu Claessen, systur Maríu
Kristínar móður Gunnars. Milli þeirra tókst náin vinátta og sam-
starf. Minntist Gunnar ætíð þessa læriföður síns á þjóðmálavettvangi
með virðingu og hlýju og nefnir hann einn af yfirburðamönnum
þessarar aldar á íslandi. (Sjá grein í bókinni Peir settu svip á öldina.) í
ferð þessari undirbjó Gunnar stofnun félaga ungra sjálfstæðismanna
á þeim stöðum sem þingað var en síðar á árinu var Samband ungra
sjálfstæðismanna stofnað. Jafnframt tók hann víða til máls á fram-
boðsfundum og háði á frægum fundi á Akureyri sína fyrstu rimmu
við hinn vopnglaða foringja Framsóknarflokksins, Jónas Jónsson frá
Hriflu. Má ætla að frammistaða hans á þessum fundum hafi verið
ein ástæða þess að hann var fenginn til þess að bjóða sig fram fyrir
Sjálfstæðisflokkinn til þings í Mýrasýslu í kosningum sem fram fóru
Qórum árum síðar, 1934. Varð hann þá landskjörinn og yngsti þing-
maður sem setið hefur á Alþingi, fyrr og síðar, tuttugu og þriggja
ára að aldri
Á þingi sat Gunnar Thoroddsen það kjörtímabil til 1937. í kosn-
ingunum sumarið 1942 bauð hann sig fram í Snæfellsnessýslu og
varð þá landskjörinn þingmaður. í haustkosningunum það sama ár