Andvari - 01.01.1986, Síða 26
24
GUNNAR G. SCHRAM
ANDVARI
ið varð að grípa til þess ráðs^að takmarka mjög allan innflutning til
iandsins, setja á miklar fjárfestingarhömlur og stranga vöruskömmt-
un. Við þetta bættist að miklir erfiðleikar voru á að afla lánsíjár,
enda stríðsgróðinn svokallaði uppurinn.
Helstu verkefni hins nýja borgarstjóra voru því að ráða bót á
húsnæðisskortinum, halda áfram lagningu hitaveitunnar í öll hús
borgarinnar og hafa forgöngu um byggingu skóla og annarra þjón-
ustustofnana, sem hinn öri vöxtur borgarinnar kallaði á. Hve risa-
vaxið þetta verkefni var sést best af því að þegar Gunnar tók við
störfum sem borgarstjóri Reykjavíkur voru íbúarnir 49 þúsund tals-
ins en þegar hann lét af þeim störfum voru þeir 71 þúsund. Þeim
hafði því fjölgað á þessum 12 árum um 50%.
í grein í Morgunblaðinu 30. september 1983, þar sem Davíð Odds-
son borgarstjóri minnist Gunnars Thoroddsen, víkur hann að þess-
um efnum og ræðir um starf Gunnars sem borgarstjóra Reykja-
víkur:
„Við sem nú erum að sinna borgarmálum og eigum því að venjast
að borgarbúum Qölgi lítt eða ekkert, getum vart gert okkur í hugar-
lund á hvers konar verkefni slík mannijölgun í borginni hlaut að
kalla. Framkvæmdir í gatnagerð, holræsagerð, skólabyggingum,
húsnæðisbyggingum, hlutu að vera stórbrotnar. Það er því ekki að
undra, þó að eitt fyrsta meginátakið sem lenti á herðum borgarstjór-
ans væri að beita sér fyrir nýjum framkvæmdum á sviði húsnæðis-
mála. Til viðbótar því að taka þurfti á móti sívaxandi fjölda fólks
utan af landi, þurfti að bæta skilyrði þeirra sem fyrir voru. Bröggum
og heilsuspillandi húsnæði varð að útrýma og byggja mannsæmandi
bústaði í þeirra stað. Bústaðahverfið og Smáíbúðahverfið eru dæmi
um það, sem gert var, jafnframt sem þau eru talandi tákn um það,
hvernig menn reyndu að notfæra sér kosti framtaks hvers einstakl-
ings út í ystu æsar. Það framtak skilaði merkum árangri. Jafnframt
þessu flutti Gunnar ásamt Jóhanni Hafstein frumvarp að lögum um
að vinna manna við eigið húsnæði yrði skattfrjáls og bjuggu menn að
því lengi síðan. Framkvæmdir í hitaveitumálum voru auðvitað mikl-
ar á þessu tímabili og undir lok þess var keyptur nýr og öflugur bor
til landsins fyrir forgöngu Reykjavíkurborgar, sem gjörbreytti
möguleikum til vatnsöflunar. Gunnar var áhugamaður mikill um
virkjunarmál og forsvarsmaður í Sogsvirkjun um langa hríð, og í
hans borgarstjóratíð er fulllokið við írafossvirkjun og Steingríms-