Andvari - 01.01.1986, Page 30
28
GUNNAR G. SCHRAM
ANDVARI
atkvæða. Með því var afstaða Sjálfstæðisflokksins ráðin og Ijóst að
Gunnar var kominn í beina andstöðu við flokkinn í þessu mikils-
verða máli. Fyrir þá afstöðu sætd hann strax mikilli gagnrýni margra
flokksmanna sem töldu hann bregðast flokknum á örlagastund. Enn
alvarlegri væri þessi afstaða hans og stuðningur við Ásgeir Ásgeirs-
son tengdaföður sinn í ljósi þess að hann var einn af forystumönn-
um Sjálfstæðisflokksins og oddviti hans sem borgarstjóri í Reykja-
vík. Vöruðu margir Gunnar við því að ganga gegn samþykkt
flokksins. Það yrði langverst fyrir hann sjálfan ef Ásgeir yrði
kjörinn. Þá myndi flokkurinn ganga milli bols og höfuðs á honum og
hann ekki eiga sér þar uppreisnar von. Hvað sem öðru leið var ljóst
að með þessari afstöðu sinni tefldi Gunnar mjög djarft, tók mikla
áhættu og setti í raun pólitíska framtíð sína innan Sjálfstæðisflokks-
ins að veði.
Þessa ákvörðun sína rökstuddi Gunnar bæði í ræðum og greinum
í kosningabaráttunni, en þar voru í kjöri þrír frambjóðendur, Ás-
geir Ásgeirsson, séra Bjarni Jónsson og Gísli Sveinsson.
Þar lagði Gunnar áherslu á að samkvæmt lögum Sjálfstæðisflokks-
ins ætti flokksráð hans að marka stjórnmálastefnu flokksins. Við
forsetakjör væri ekki verið að marka stjórnmálastefnu. Því væri
flokksráðið komið út fyrir umboð sitt samkvæmt lögum flokksins ef
það gerði bindandi ályktanir um mál eins og forsetakjörið. Einni af
greinum sínum um þetta mál lauk Gunnar með þessum orðum:
„Þótt hér hafi orðið skiptar skoðanir meðal sjálfstæðismanna, vil
ég einskorða þann ágreining við þetta eina mál. Frá minni hendi og
annarra sjálfstæðismanna er líta sömu augum á málið er ekki um að
ræða neinn ágreining við Sjálfstæðisflokkinn í öðrum málum, og
mun ég að sjálfsöðu halda áfram starfi og samstarfi í þeim málum
eftir sem áður.
Við forsetakjörið eiga engin flokksbönd eða flokkssjónarmið að
koma til greina. Við íslendingar höfum nóg af harðvítugum stjórn-
málaerjum og flokkadráttum út af þjóðmálum, þingmálum, þó að
við séum ekki að draga forsetakjörið að óþörfu og ástæðulausu inn
í þær deilur.“
Forsetakosningarnar fóru fram 29. júní 1952. Ásgeir Ásgeirsson
var kjörinn forseti en mjótt var á mununum milli hans og séra
Bjarna Jónssonar sem hlaut tæpum nítján hundruð atkvæðum
færra. Gísli Sveinsson hlaut miklum mun færri atkvæði.