Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1986, Blaðsíða 30

Andvari - 01.01.1986, Blaðsíða 30
28 GUNNAR G. SCHRAM ANDVARI atkvæða. Með því var afstaða Sjálfstæðisflokksins ráðin og Ijóst að Gunnar var kominn í beina andstöðu við flokkinn í þessu mikils- verða máli. Fyrir þá afstöðu sætd hann strax mikilli gagnrýni margra flokksmanna sem töldu hann bregðast flokknum á örlagastund. Enn alvarlegri væri þessi afstaða hans og stuðningur við Ásgeir Ásgeirs- son tengdaföður sinn í ljósi þess að hann var einn af forystumönn- um Sjálfstæðisflokksins og oddviti hans sem borgarstjóri í Reykja- vík. Vöruðu margir Gunnar við því að ganga gegn samþykkt flokksins. Það yrði langverst fyrir hann sjálfan ef Ásgeir yrði kjörinn. Þá myndi flokkurinn ganga milli bols og höfuðs á honum og hann ekki eiga sér þar uppreisnar von. Hvað sem öðru leið var ljóst að með þessari afstöðu sinni tefldi Gunnar mjög djarft, tók mikla áhættu og setti í raun pólitíska framtíð sína innan Sjálfstæðisflokks- ins að veði. Þessa ákvörðun sína rökstuddi Gunnar bæði í ræðum og greinum í kosningabaráttunni, en þar voru í kjöri þrír frambjóðendur, Ás- geir Ásgeirsson, séra Bjarni Jónsson og Gísli Sveinsson. Þar lagði Gunnar áherslu á að samkvæmt lögum Sjálfstæðisflokks- ins ætti flokksráð hans að marka stjórnmálastefnu flokksins. Við forsetakjör væri ekki verið að marka stjórnmálastefnu. Því væri flokksráðið komið út fyrir umboð sitt samkvæmt lögum flokksins ef það gerði bindandi ályktanir um mál eins og forsetakjörið. Einni af greinum sínum um þetta mál lauk Gunnar með þessum orðum: „Þótt hér hafi orðið skiptar skoðanir meðal sjálfstæðismanna, vil ég einskorða þann ágreining við þetta eina mál. Frá minni hendi og annarra sjálfstæðismanna er líta sömu augum á málið er ekki um að ræða neinn ágreining við Sjálfstæðisflokkinn í öðrum málum, og mun ég að sjálfsöðu halda áfram starfi og samstarfi í þeim málum eftir sem áður. Við forsetakjörið eiga engin flokksbönd eða flokkssjónarmið að koma til greina. Við íslendingar höfum nóg af harðvítugum stjórn- málaerjum og flokkadráttum út af þjóðmálum, þingmálum, þó að við séum ekki að draga forsetakjörið að óþörfu og ástæðulausu inn í þær deilur.“ Forsetakosningarnar fóru fram 29. júní 1952. Ásgeir Ásgeirsson var kjörinn forseti en mjótt var á mununum milli hans og séra Bjarna Jónssonar sem hlaut tæpum nítján hundruð atkvæðum færra. Gísli Sveinsson hlaut miklum mun færri atkvæði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.