Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1986, Page 34

Andvari - 01.01.1986, Page 34
32 GUNNAR G. SCHRAM ANDVARÍ Voru því tollar lækkaðir 1961 á mörgum nauðsynjavörum al- mennings í 60-70%. Þessi tollalækkun sem ijármálaráðherrann hafði forystu um vakti mikla athygli og því var spáð að hún myndi leiða til mikils tekjutaps fyrir ríkissjóð sem bæta yrði upp með nýjum sköttum. Það reyndist ekki rétt. Tekjur ríkissjóðs af þessum inn- flutningi jukust í stað þess að lækka, eins og fjármálaráðherra hafði spáð. Eitt erfiðasta verkefnið í fjármálum var að ná fram hallalausum rekstri ríkissjóðs. Segja má að það hafi verið annað meginverkefni Gunnars sem fjármálaráðherra. Þar tókst betur til en í upphafi hafði horft. Strax á fyrsta ári tókst að hafa greiðsluafgang hjá ríkinu og allt fyrsta kjörtímabil viðreisnarstjórnarinnar var ríkissjóður rekinn með greiðsluafgangi. Árið 1964 var vísitölukerfið innleitt á nýjan leik og orsakaði það halla á ríkissjóði. En þegar litið er á afkomu ríkissjóðs í heild í þau fimm ár sem Gunnar gegndi fjármálaráð- herraembætti var greiðslujöfnuðurinn hagstæður. Þriðja meginverkefnið sem Gunnar beitti sér fyrir í fjármálaráð- herratíð sinni var hagræðing og sparnaður í rekstri ríkisins og fyrir- tækja þess. Gerðar voru úttektir á rekstri ýmissa ríkisstofnana með þessi markmið í huga og erlend hagsýslufyrirtæki fengin til ráðu- neytis. Einn þátturinn var athugun á því hvaða hagræðingu mætti ná við sameiningu ríkisfyrirtækja sem leiddi m. a. til þess að Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins voru sameinaðar. Með starfí þessu var lagður grunnur að stofnun Fjárlaga- og hagsýslustofnunar ríkisins sem hér hefur vel að verki staðið. Áhrifa þeirrar stefnu í efnahags- og fjármálum sem viðreisnar- stjórnin kynnti í upphafi og framkvæmdi gætti skjótt í efnahagslífi þjóðarinnar. Þjóðarframleiðslan jókst og kaupmáttur launatekna og almenn velmegun var meiri en áður. í kosningunum sem fram fóru 1963 héldu stjórnarflokkarnir velli og samstarf þeirra hélt áfram. í því fólst dómur þjóðarinnar um stjórnarstefnuna. Við þessi úrslit mátti fjármálaráðherrann ekki síst vel una því hann hafði haft forgöngu um mörg helstu mál ríkisstjórnarinnar og verið þar til andsvara þegar hin nýja fjármálastefna var gagnrýnd af stjórnarandstöðunni.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.