Andvari - 01.01.1986, Page 36
34
GUNNAR G. SCHRAM
ANDVARI
að gefa kost á sér til forsetaframboðs þegar Ásgeir Ásgeirsson léti af
störfum. Það varð úr að Ásgeir bauð sig fram í fjórða sinn 1964 en
ljóst var að það yrði síðasta kjörtímabil hans.
Á sextánda landsfundi Sjálfstæðisflokksms, sem hófst 22. apríl
1965 greindi Gunnar frá því að hann tæki ekki endurkjöri sem vara-
formaður flokksins og ræddi tengsl sín við Sjálfstæðisflokkinn fyrr
og síðar og ákvörðun sína að velja sér nýjan starfsvettvang. í upp-
hafi landsfundar flutti Bjarni Benediktsson formaður flokksins yfir-
litsræðu. Hann minntist fyrst Ólafs Thors sem andaðist 31. desem-
ber 1964. Síðan vék hann að þeirri ákvörðun Gunnars Thoroddsen
að taka við stöðu sendiherra íslands í Kaupmannahöfn og sagði þá
m. a.:
„Víst er, að Gunnar Thoroddsen nýtur í ríkum mæli trausts okkar
sjálfstæðismanna og raunar margra annarra. Hann þurfti ekki að
segja mér frá ákvörðun sinni til þess, að ég lýsti jafnskjótt fullu
trausti mínu á honum sem fjármálaráðherra. Hann vissi þegar áður
að hann naut þess, því að ég hefi oft látið uppi aðdáun mína á hinni
glöggu yfirsýn sem Gunnar Thoroddsen hefur yfir hina flóknu
þætti fjármálanna og hans eindregna vilja til að halla á hvorugan,
ríkissjóð né skattgreiðendur, í þeirra viðskiptum.“
Nokkru síðar í ræðunni sagði Bjarni:
„En hver maður hlýtur sjálfur að ráða sínum lífsháttum, og þess
vegna taldi ég mér ekki hlýða að segja þvert nei við þeirri ákvörðun
Gunnars að breyta nú til. Þetta taldi ég mér því síður fært, þar sem
sendiherrastaðan í Kaupmannahöfn er, eins og það mannval sýnir
er hana hefur skipað fyrr og síðar, ein hin þýðingarmesta sem við
höfum völ á. Enda er síst orðum aukið, hve mikið kapp við leggjum
á góða og farsæla sambúð við okkar fyrrverandi sambandsþjóð. Val
Gunnars Thoroddsen sem sendiherra í Kaupmannahöfn er enn ein
sönnun þess.
Því fer fjarri að í þessari ákvörðun felist að Gunnar Thoroddsen
sé horfinn af vettvangi íslenskra þjóðmála eða hyggist leggja hendur
í skaut og hætta að vinna íslandi til heilla.“
í lok landsfundarins þakkaði Bjarni Gunnari Thoroddsen störf
hans í þágu flokksins og árnaði honum heilla. Bar hann síðan fram
eftirfarandi tillögu sem samþykkt var í einu hljóði: „Landsfundur-
inn þakkar Gunnari Thoroddsen hans frábæru störf í þágu Sjálf-