Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1986, Page 44

Andvari - 01.01.1986, Page 44
42 GUNNAR G. SCHRAM ANDVARI Bæði Steingrímur Hermannsson og Svavar Gestsson mótmæltu þessum málflutningi og sögðu, að ummæli í þá átt, að þetta ríkis- stjórnarsamstarf hefði átt sér lengri aðdraganda, væru tilhæfulaus. Benedikt Gröndal, formaður Alþýðuflokksins, andmælti einnig um- mælurri Geirs um að ég hefði verið í makki við Benedikt og aðra for- ystumenn Alþýðuflokksins um stjórnarmyndun, þar sem ég yrði í forsæti. Öllum þessum ummælum var mótmælt og þau hrakin af forystumönnum þessara flokka frammi fyrir alþjóð.“ Þann 3. febrúar ritaði Gunnar forseta íslands bréf þar sem hann staðfesti að þingflokkar Framsóknarflokks og Alþýðubandalags hefðu samþykkt að taka upp viðræður við hann um stjórnarmynd- un. Jafnframt hefði Eggert Haukdal, þingmaður Sjálfstæðisflokks- ins, lýst því yfir að hann myndi styðja slíka ríkisstjórn og Albert Guðmundsson að hann myndi verja hana vantrausti. Nokkrum dög- um seinna tilkynntu þeir Pálmi Jónsson og Friðjón Þórðarson að þeir myndu „ganga til liðs við dr. Gunnar Thoroddsen í viðleitni hans til að binda endi á núverandi stjórnleysi í landinu.“ Með því hafði meirihluti þingsins, 33 þingmenn, lýst stuðningi við slíka stjórnarmyndun. í framhaldi af því kvaddi forseti íslands Gunnar á sinn fund þann 5. febrúar og fól honum umboð til þess að reyna myndun meirihlutastjórnar. Á þingflokksfundi í Sjálfstæðisflokkn- um 7. febrúar gerði Gunnar grein fyrir einstökum atriðum stjórnar- sáttmálans og bar fram þá ósk að þingflokkurinn yrði aðili að þessu stjórnarsamstarfi á þeim grundvelli sem hann hafði kynnt. Því hafn- aði þingflokkurinn. Daginn eftir, 8. febrúar 1980, var hin nýja ríkis- stjórn skipuð á ríkisráðsfundi, þremur dögum eftir að forseti íslands hafði falið Gunnari umboð til stjórnarmyndunar, en Framsóknar- flokkur og Alþýðubandalag höfðu lagt það til við forsetann að hann fæli Gunnari umboð til stjórnarmyndunar. Auk hans skipuðu tveir af þingmönnum Sjálfstæðisflokksins ráð- herraembætti í ríkisstjórninni, þeir Friðjón Þórðarson og Pálmi Jónsson. í stjórnarsáttmálanum var fjallað að venju um helstu mál sem ríkisstjórnin hugðist beita sér fyrir. Þar var lögð áhersla á að leitað yrði eftir samkomulagi aðila vinnumarkaðarins um niðurstöður í kjarasamningum sem gætu samrýmst baráttunni gegn verðbólg- unni. Það mark var sett að unnið skyldi að hjöðnun hennar á næstu þremur árum. Þá var þar fjallað um eflingu atvinnuveganna, m. a.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.