Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1986, Page 60

Andvari - 01.01.1986, Page 60
JÓNAS KRISTJÁNSSON: Sigurður Nordal fræðimaður og skáld Sigurði Nordal var löngum tamt að velta fyrir sér ýmsum andstæðum sem togast á um mennina, sökum eðlisfars eða aðstæðna í lífínu. Þegar hann kom heim að lokinni langri dvöl erlendis við nám og fræðastörf, hélt hann í Reykjavík svokallaða Hannesar Árnasonar fyrirlestra til að kvitta fyrir styrk sem hann hafði lilotið úr sjóði Hannesar. I tilkynningu um fyrirlestr- ana kveðst hann munu tala um „einlyndi og marglyndi, tvær andstæðar stefnur í sálarlífi livers manns.“ Og í upphafí ritgerðar sinnar um Steplian G. Stephansson, í kafía sem nefnist „Einyrki og skáld“, segir Sigurður með- al annars: Ein öruggasta leiðin til þess að kynnast mönnum til nokkurrar hlítar er að skyggnast eftir þeim andstæðum í fari þeirra og lífskjörum, sem togast á um þá: vonum og vonbrigðum, áformum og framkvæmdum, draumum og veruleika, — hvers þeir óska og hvers þeim er synjað, hverjar eru hinar ríkustu tilhneigingar þeirra og livað hamlar þeim að þroskast og njóta sín í samræmi við þær. Þessar andstæður geta myndast með ýmsu móti. Stundum eru þær áskapaðar að eðlisfari, eins og þegar saman fer frjó ímyndun og lítið viljaþrek, svo að mað- urinn kastast milli mikilla fyrirætlana og athafnaleysis. En oftast nær speglast á- hrif frá umhverfinu í þeim eða auka a. m. k. hið nteðfædda ósamræmi. Svo er t. d. urn hina siðferðilegu baráttu: hið góða, sem eg vil, það geri eg ekki, hið vonda, sem eg vil ekki, það geri eg. Einatt láta menn glepjast til þess að vilja vera og verða allt annað en þeim er best lagið. Einna algengast er samt, að lífskjörin setji mönnunt svo þröngvar skorður, að þeir geta aldrei orðið nema brot af því, sem þeir vildu vetða og „hefðu getað orðið“. Vafalaust hefur Sigurður þóst teyna þessa togstreitu andstæðnanna á sjálfum sér, með ýmsum hætti. Langað að sinna öðrum verkum en hann gerði, oft á tíðum, og harmað að fá ekki lokið öllu sem hann ætlaði sér. En við sem höfum notið verka hans, og horfum nú yfir þau á tímamótum, sjá- um ekki betur en honum hafi tekist að sameina andstæðurnar í fullkominni einingu. „Sigurður Nordal er synþesa Islands," sagði Halldór Laxness í stuttu útvarpsávarpi á sextugsafmæli hans.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.