Andvari - 01.01.1986, Síða 60
JÓNAS KRISTJÁNSSON:
Sigurður Nordal
fræðimaður og skáld
Sigurði Nordal var löngum tamt að velta fyrir sér ýmsum andstæðum sem
togast á um mennina, sökum eðlisfars eða aðstæðna í lífínu. Þegar hann
kom heim að lokinni langri dvöl erlendis við nám og fræðastörf, hélt hann
í Reykjavík svokallaða Hannesar Árnasonar fyrirlestra til að kvitta fyrir
styrk sem hann hafði lilotið úr sjóði Hannesar. I tilkynningu um fyrirlestr-
ana kveðst hann munu tala um „einlyndi og marglyndi, tvær andstæðar
stefnur í sálarlífi livers manns.“ Og í upphafí ritgerðar sinnar um Steplian
G. Stephansson, í kafía sem nefnist „Einyrki og skáld“, segir Sigurður með-
al annars:
Ein öruggasta leiðin til þess að kynnast mönnum til nokkurrar hlítar er að
skyggnast eftir þeim andstæðum í fari þeirra og lífskjörum, sem togast á um þá:
vonum og vonbrigðum, áformum og framkvæmdum, draumum og veruleika, —
hvers þeir óska og hvers þeim er synjað, hverjar eru hinar ríkustu tilhneigingar
þeirra og livað hamlar þeim að þroskast og njóta sín í samræmi við þær.
Þessar andstæður geta myndast með ýmsu móti. Stundum eru þær áskapaðar
að eðlisfari, eins og þegar saman fer frjó ímyndun og lítið viljaþrek, svo að mað-
urinn kastast milli mikilla fyrirætlana og athafnaleysis. En oftast nær speglast á-
hrif frá umhverfinu í þeim eða auka a. m. k. hið nteðfædda ósamræmi. Svo er
t. d. urn hina siðferðilegu baráttu: hið góða, sem eg vil, það geri eg ekki, hið
vonda, sem eg vil ekki, það geri eg. Einatt láta menn glepjast til þess að vilja vera
og verða allt annað en þeim er best lagið. Einna algengast er samt, að lífskjörin
setji mönnunt svo þröngvar skorður, að þeir geta aldrei orðið nema brot af því,
sem þeir vildu vetða og „hefðu getað orðið“.
Vafalaust hefur Sigurður þóst teyna þessa togstreitu andstæðnanna á
sjálfum sér, með ýmsum hætti. Langað að sinna öðrum verkum en hann
gerði, oft á tíðum, og harmað að fá ekki lokið öllu sem hann ætlaði sér. En
við sem höfum notið verka hans, og horfum nú yfir þau á tímamótum, sjá-
um ekki betur en honum hafi tekist að sameina andstæðurnar í fullkominni
einingu. „Sigurður Nordal er synþesa Islands," sagði Halldór Laxness í
stuttu útvarpsávarpi á sextugsafmæli hans.