Andvari - 01.01.1986, Page 67
ANDVARI
VIÐHORF SIGURÐAR NORDALS TIL MENNINGAR OG SÖGU
65
alveg leynt eða nokkurn veginn Ijóst. í forspjallinu að íslenzkri menningu
segir: „Jafnvel annálaritari, sem skrifar fáeinar línur . . . um atburði líðandi
ára og gerir enga athugasemd um þá frá eigin brjósti, er með hverju orði
að kveða upp dóm og láta skoðanir sínar á tilverunni í ljós. Hvert sinn sem
hann færir eitthvað í letur eða lætur annars ógetið sem honum er jafn-
kunnugt er hann að skýra frá því, hvað honum fínnist verðast þess að
geymast í minni.“9)
Auðvitað er fyrirhafnarminnst að hirða ekkert um þennan bakgarð allra
athafna okkar; hugsunina, lífsskoðunina og valið. Pannig hliðrum við okk-
ur hjá því að yfírvega, og þar með rækta, hugsunina sem er sífellt að verki
í lífi okkar og menningu. Um leið sést okkur þó yfir að „fortíðin getur ó-
sjálfrátt ráðið því meiru um gerð vora og gjörðir sem vér þekkjum minna
til hennar.“I0) Aðeins yfirvegunin getur komið í veg fyrir að hið ósjálfráða
og vanhugsaða í tilveru okkar hrifsi öll völd til sín. „Listin að lifa, hin erfið-
asta, nauðsynlegasta og æðsta allra lista, er framar öllu listin að hugsa
. . .“.n) Þetta er hin heimspekilega prédikun Sigurðar Nordals.
En hvernig í ósköpunum getur maður alltaf verið að hugsa og jafnvel
yfirvega þá hugsun sem býr í lífi manns? Endar það ekki í hinu óendan-
lega? Það er kannski ekki svo fjarri lagi. Að áliti Nordals er menning ein-
mitt óaflátanlegur „skapnaður úr óskapnaði“.12) Þessu mætti lýsa þannig að
driffjöður menningar sé sú þrákelkni hugsunarinnar að vilja fullhugsa
sjálfa sig að verki í heiminum. — Og það gildir einu hvort maður talar um
menninguna sem „andlegan og siðferðilegan einstaklingsþroska“ eða
menningu heillar þjóðar. — Menning er þá möguleiki hins ómögulega; að
hugsa alla hugsun þannig að ekkert verði lengur óhugsað í hugsunum okk-
ar og athöfnum, ekkert ósagt í því sem sagt er og í framhaldi af því ekkert
ógert.
II
Franski heimspekingurinn Poul Ricoeur hefur fært rök að því að allt
mannkyn stefni inn í eina alheimssiðmenningu, sem stafi af vissri rökvæð-
ingu sögunnar (um hana ræði ég síðar). Að slík alheimssiðmenning auð-
veldi lífsbaráttu fólks en hún geti gleypt heilu þjóðirnar í einu lagi án þess
að skilja nokkuð eftir af menningu þeirra. Hverri þjóð er því nauðsynlegra
en nokkru sinni fyrr að koma auga á samhengi fortíðar sinnar og samtíðar,
að yfirvega eigin sögu og menningu.
Það hefúr ekki verið ólík hugsun sem rak Nordal til að skrifa hina miklu
bók sína um íslenska menningu. í ofannefndu forspjalli fyrsta bindis
(raunar þess eina sem kom út) segist hann óska þess að hún geti orðið „ . . .
málsvörn íslendinga út á við á tímum óvenjulegs vanda og háska - grein-
argerð fyrir dýrmætasta menningararfinum þar sem hismi væri skilið frá
5