Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1986, Side 79

Andvari - 01.01.1986, Side 79
ANDVARI „EF TIL VILL“ 77 platónskt hugtak sem fyrr segir: eros, krafturinn, sem dregur hinn firrta mann aftur á vit sinna „raunverulegu" heimkynna. Sverrir Hólmarsson hefur slegið svipaðan streng um leið og hann bendir á það, að vængir komi ítrekað fyrir í ljóðum Snorra og segir: „Þeir eru sú allsherjartáknmynd, sem skáldið fmnur draumum sínum og þrá; þeir eru tákn alls þess, sem hafið er yfir hversdagsleikann, þess raunveruleika hand- an raunveruleikans, sem skáldið þráir“n). 4. Hið trúarlega Nú er það augljóst, að platónisminn ber sterkan keim af trúarbrögðum í vitund samtímans: hann gerir ráð fyrir handanlægum veruleika, sem flestir telja, að ekki verði sannaður til eða frá. Sé það rétt, að hann sé eins konar hugmyndafræðileg uppistaða í Ijóðum og lífsviðhorfum Snorra Hjartar- sonar er ekki óeðlilegt, að spurt sé nánar út í trúarlega þætti í ljóðum hans. Áður en lengra er haldið er rétt að hugleiða lítið eitt — til viðbótar því, sem sagt var í inngangi —, hvað býr í hugtakinu trúarlegur skáldskapur. í þessum hugleiðingum skal farið fljótt yfir sögu og aðeins staðnæmst við þrjá þætti í því efni: 1: Notaður er orðaforði trúarsamfélagsins. 2: Lífsviðhorf, sem koma fram í ljóðinu, höfða til trúarlegrar vitundar lesandans. 3: Notuð eru trúarleg — einkum biblíuleg — minni. Margt mætti fínna að hugtaki eins og þessu: „trúarlegur skáldskapur" eða trúarleg list. Þeir, sem lengst ganga segja jafnvel, að allur skáldskapur sé trúarlegur, öll list sé trúarleg svo framarlega sem hún fjalli um tilvist mannsins af alvöru og einlægni. Því að öll slík list hljóti að lokum að leiða til spurninga um tilvist mannsins. Þeir hinir sömu gætu bætt því við, að sú list sem hversdagslega gengur undir heitinu trúarleg list sé það ekki sakir þess, að hún sé oft yfírborðsleg og skorti alla þá dýpt, sem hljóti að fylgja list, sem fjallar um innviði mannlegrar tilvistar. Hvað fyrsta atriðið varðar, orðaforða trúarsainfélagsins, þá er hann víðs- ijarri ljóðum Snorra. Snorri notar sjaldan trúarleg orð, minnist aldrei á Guð; orð eins og sál, Jesús, kærleikur, synd og mörg fleiri koma ekki fyrir. í þessu sambandi má minna á, að Snorri yrkir um Jónas Hallgrímsson án þess að minnast á hann einu orði heldur lætur hann orð eins og suðrœnublœr eða stjarnan við bergtindinn ásamt öðrum benda til skáldsins I2). Svipað er að segja um ljóð Snorra um Hallgrím Pétursson. í þessu efni er Snorri ekki einn á báti. Almennt virðast skáld undanfarinna áratuga forðast hinn trú-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.