Andvari - 01.01.1986, Blaðsíða 79
ANDVARI
„EF TIL VILL“
77
platónskt hugtak sem fyrr segir: eros, krafturinn, sem dregur hinn firrta
mann aftur á vit sinna „raunverulegu" heimkynna.
Sverrir Hólmarsson hefur slegið svipaðan streng um leið og hann bendir
á það, að vængir komi ítrekað fyrir í ljóðum Snorra og segir: „Þeir eru sú
allsherjartáknmynd, sem skáldið fmnur draumum sínum og þrá; þeir eru
tákn alls þess, sem hafið er yfir hversdagsleikann, þess raunveruleika hand-
an raunveruleikans, sem skáldið þráir“n).
4. Hið trúarlega
Nú er það augljóst, að platónisminn ber sterkan keim af trúarbrögðum í
vitund samtímans: hann gerir ráð fyrir handanlægum veruleika, sem flestir
telja, að ekki verði sannaður til eða frá. Sé það rétt, að hann sé eins konar
hugmyndafræðileg uppistaða í Ijóðum og lífsviðhorfum Snorra Hjartar-
sonar er ekki óeðlilegt, að spurt sé nánar út í trúarlega þætti í ljóðum hans.
Áður en lengra er haldið er rétt að hugleiða lítið eitt — til viðbótar því, sem
sagt var í inngangi —, hvað býr í hugtakinu trúarlegur skáldskapur. í þessum
hugleiðingum skal farið fljótt yfir sögu og aðeins staðnæmst við þrjá þætti
í því efni:
1: Notaður er orðaforði trúarsamfélagsins.
2: Lífsviðhorf, sem koma fram í ljóðinu, höfða til trúarlegrar vitundar
lesandans.
3: Notuð eru trúarleg — einkum biblíuleg — minni.
Margt mætti fínna að hugtaki eins og þessu: „trúarlegur skáldskapur"
eða trúarleg list. Þeir, sem lengst ganga segja jafnvel, að allur skáldskapur
sé trúarlegur, öll list sé trúarleg svo framarlega sem hún fjalli um tilvist
mannsins af alvöru og einlægni. Því að öll slík list hljóti að lokum að leiða
til spurninga um tilvist mannsins. Þeir hinir sömu gætu bætt því við, að sú
list sem hversdagslega gengur undir heitinu trúarleg list sé það ekki sakir
þess, að hún sé oft yfírborðsleg og skorti alla þá dýpt, sem hljóti að fylgja
list, sem fjallar um innviði mannlegrar tilvistar.
Hvað fyrsta atriðið varðar, orðaforða trúarsainfélagsins, þá er hann víðs-
ijarri ljóðum Snorra. Snorri notar sjaldan trúarleg orð, minnist aldrei á
Guð; orð eins og sál, Jesús, kærleikur, synd og mörg fleiri koma ekki fyrir.
í þessu sambandi má minna á, að Snorri yrkir um Jónas Hallgrímsson án
þess að minnast á hann einu orði heldur lætur hann orð eins og suðrœnublœr
eða stjarnan við bergtindinn ásamt öðrum benda til skáldsins I2). Svipað er að
segja um ljóð Snorra um Hallgrím Pétursson. í þessu efni er Snorri ekki
einn á báti. Almennt virðast skáld undanfarinna áratuga forðast hinn trú-