Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1986, Blaðsíða 94

Andvari - 01.01.1986, Blaðsíða 94
92 ÁRNI SIGURJÓNSSON ANDVARI þær gera á grundvelli þeirrar reynslu. Einnig má geta þess að týnd lömb hafa nokkra þýðingu í báðum sögunum, en lambið hefur táknrænt gildi í báðum tilvikum. Nafn kaflans „Jörðin“ hefur í sér ákveðnar vísanir. Það leiðir hugann að gyðjunni Jörð, móðurinni miklu sem Gunnar Gunnarsson skrifaði um í Jord. Árin 1931—35 var gefið út tímarit hér sem hét Jörð og var bókmennta- rit með trúarlegu ívafi. Þar segir á einum stað: í stórborgum fæðist og ríkir sið-menning. í sveitum dafnar menning. Sið- menning, það er: uppruni hennar og vald, útilokar menningu, nema sem smá undantekningar í siðmenningarlöndum sem lítið ber á. (. . .) Borgir eru í trássi við náttúruna (...) í raun réttri, þó hægt fari, fjandsamleg blóðsuga [á] náttúru Guðs á Jörðu. (1933, 77; greinin er merkt Oddi Björnssyni) í sambandi við hugtakið „jörð“ skiptir einnig máli að eingöngu sá sem átti jörð var fullgildur þegn í því samfélagi sem reist var á jarðrækt. Að eiga jörð er að sumu leyti jafn viðurhlutamikið í jarðræktarsamfélagi og það er að eiga banka eða verksmiðju í þjónustu- og iðnaðarsamfélagi. En fjár- bændur - og þar með talinn Bjartur - eru að vísu ekki eingöngu jarðrækt- armenn heldur að nokkru leyti hirðingjar. í kaflanum „Jörðin" lýsir Bjartur trú sinni á frelsið fyrir tíkinni Títlu og segir: „Sá maður, sem á sína eigin jörð, hann er sjálfstæður maður í land- inu.“ (I, 19) Bjartur „slítur upp kólf úr keldu og (. . .) stingur honum upp í sig, eins og sauðkind.“ (18). Eftirtektarvert er að Bjarti er líkt við kind, og er auðséð að höfundur vísar hér til að maður þessi sé lítt snortinn af sið- menningu og að sumu leyti líkari skepnu en manni. Hjá ísak Hamsuns kemur dýrseðlið líka glöggt fram þegar í fyrsta kaflanum í samskiptum þeirra Inger, sem verður kona hans. Gísli sauðamaður í Vikivaka Gunnars Gunnarssonar er heimskur og dýrslegur, og svipar honum til Bjarts, þó að Gísli sé aukapersóna. Önnur sögupersóna minnir dálítið á Bjart og það er Kvíajukki í Sölku Völku. Svo virðist sem þessir sauðslegu sauðamenn hafi verið tiltölulega stöðluð manngerð í bókmenntum þessara ára. Með því að líkja Bjarti við dýr vill söguhöfundur sýna hvernig fátækt og strit geta fyrirmunað mönnum að njóta ávaxta siðmenningarinnar. En hann hefur ekki hinn siðmenningarlausa mann upp til skýja sem göfuga fyrirmynd eins og Hamsun gerir. Líklegt virðist að Halldór hafi í þessú atriði hugsað sér hliðstæðu milli Bjarts og ísaks. Hamsun gerir villimann- inn að góðhjörtuðum einfeldningi og horfír á hann ofan úr hásæti gáfaðs höfundar. Ekki er laust við að Gunnar Gunnarsson geri sömuleiðis góðlát- legt grín að Gísla sauðamanni, sem fyrr var nefndur. Halldór horfir hins vegar á Bjart úr minni hæð en þeir Hamsun á ísak og Gísla. Það er að vísu ekki laust við að Bjartur sé hlægilegur þar sem hann jórtrar kólfinn. En sag-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.