Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1986, Page 95

Andvari - 01.01.1986, Page 95
ANDVARI BJARTUR OG SVEITASÆLAN 93 an miðast þó öll samkvæmt lögmáli raunsæisstefnunnar að því að útskýra hvernig hugsunarháttur einyrkjans hlýtur að vera mótaður af þröngum sjóndeildarhring og fátæktarbasli. Peir Hamsun og Gunnar Gunnarsson fegruðu fyrir sér sveitalífið úr sömu fjarlægð og Sigurður Nordal og Jónas frá Hriflu dásömuðu líf bænda í Öræfasveit (Vaka 1927; Dvöl 1937). Hall- dór Laxness andmælti allri slíkri vegsömun fátæktarinnar. Spurningin um hversu líkur öðrum skepnum maðurinn væri skipti miklu máli frá sjónarmiði hugmyndarfræði. Sósíaldarwínistar litu svo á að maðurinn væri fyrst og fremst dýr meðal annarra dýra, og þess vegna kipptu þeir sér ekki upp við grimmd manna og annað hátterni sem kallað er dýrslegt. Halldór og aðrir sósíalistar drógu hins vegar fram þá hlið máls- ins að maðurinn hefur sig yfír dýraríkið með siðmenningu sinni, göfgar náttúruna og virkjar hana. Halldór líkti Bjarti ekki við jórtrandi sauð til að gera íslenska bændur hlægilega, heldur til að sýna hvernig gallað þjóð- skipulag kallar bæklun yfir þegnana, gerir þá að skepnum. Hann deildi á einyrkja af því að hann aðhylltist hugsjón samvirkja. Um hetjur Undirtitill Sjálfstœðs fólks er „Hetjusaga". í Skáldatíma útskýrir Halldór frekar með hvaða hætti sagan tengist hetjuskap: Þarna var eins og í íslendingasögunum verið að útmála hetjuskap manns án tillits til málstaðar hans. Og málstaður Bjarts var vondur frá hérumbil öll- um sjónarmiðum nema hetjuskaparins. (208—209) Við þessi ummæli vaknar spurningin hvort sá maður geti verið hetja sem berst fyrir vondum málstað, kannski glæpsamlegum. Hetjuskapur og ein- staklingshyggja fara gjarna saman, en hver er hetja í augum þess manns sem er andvígur einstaklingshyggju og aðhyllist félagshyggju? í tengslum við þetta vil ég til hægðarauka greina milli þriggja tegunda af hetjum. í fyrsta lagi er það „hetja sakir valds“, í öðru lagi „hetja sakir tryggðar við málstað sem að vísu er vondur“ og í þriðja lagi „hetja sakir tryggðar við góðan málstað". Að jafnaði þykir sá auðvitað meiri hetja sem fórnar sér fyrir málstað sem er góður. í fjórða lagi mætti kannski nefna að »,hetja í sögu“ lýtur lögmálum sem eru frábrugðin hetjum hlutbundins veruleika, því ekki er víst að sá sem verður að hetju í augum lesanda sé hetja vegna styrks síns né dyggðar. í fjórum meginhlutum sögunnar er Bjartur fyrst og fremst „hetja sakir tryggðar við vondan málstað". En með hliðsjón af lokaþættinum, fimmta
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.