Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1986, Side 96

Andvari - 01.01.1986, Side 96
94 ÁRNI SIGURJÓNSSON ANDVARI hluta verksins, virðist mér Halldór taka djúpt í árinni í fyrrgreindum orð- um því Bjartur breytist að mínum dómi í „hetju sakir góðs málstaðar“. Ef einhver er „hetja sakir valds“ í Sjálfstæðu fólki þá er það Ingólfur Arnarson Jónsson, en það vegur reyndar einmitt þungt í sögunni að höfundur telur menn yfirleitt ekki verða hetjur sakir valds, og er það liður í andróðri hans gegn sósíaldarwínisma. Valdhöfn er ekki dyggð. Árin eftir fyrri heimsstyrjöldina komst hetjuhugtakið töluvert á reik í hugum Evrópumanna, eins og víða má merkja í bókmenntum. Margir álitu að hetjur stríðsins hefBu dáið fyrir vondan málstað fremur en góðan, og varð þannig lítið úr gulltryggingu stríðshetjunnar ekki síður en myntarinn- ar á þessum tíma. Á íslandi var líka verið að skipta um hetjur. íslenskar hetjur voru annars vegar hetjur íslendingasagna, gjörvulegar en ógæfusamar eins og þjóðin í eigin augum; hins vegar voru forkólfar sjálfstæðisbaráttunnar. Eftir að sjálfstæðisbaráttunni lauk hlaut virðing sjálfstæðishetjunnar smátt og smátt að minnka og aðrar hetjur að koma í staðinn. Um tíma dáði Halldór Lax- ness Jónas frá Hriflu og lýsti honum sem hetju nýja tímans, menntuðum félagsumbótamanni (Tíminn 31/5. 1930); en svo dvínaði sú aðdáun, sem kunnugt er. Pórbergur Þórðarson, Halldór Laxness og Sigurður Nordal ræddu allir talsvert um menn sem þeir kölluðu „meistara“ á þriðja áratugnum. Þessir „meistarar" voru ævinlega andleg mikilmenni og ekki veraldleg, þeir voru sagnameistarar, hugsuðir og jógameistarar. Þetta má skoða í ljósi þess að á þessum tíma var íslenskri menntastétt að vaxa fískur um hrygg, og for- ystumönnum hennar var umhugað að sanna að margir helstu „meistarar“ sögunnar væru andlegir meistarar og ekki endilega meistarar í peningaefn- um eða utanríkismálum. Millistéttin hélt þannig fram sinni eigin hetjuhug- sjón og mikilvægi andlegra verðmæta. Halldór Laxness sagði til dæmis: „án snillinga íslenzks máls erum vér skrælingjar, enda þótt vér komumst í dýr- lingatölu á erlendum kauphöllum fyrir hrogn og grút.“ (Alþýðublaðið 21/8. 1926) í fyrstu sögum Halldórs Laxness ber mikið á oflátungum, ekki bara af tegund Huldu í Barni náttúrunnar, heldur fyrst og fremst ungum karl- mönnum sem hættir til að ofmetnast af greind sinni og bókvisku, og má þar minna á Atla í Undir Helgahnúk, Stein Elliða í Vefaranum mikla frá Kasmír og Arnald í Sölku Völku. í blaðagreinum höfundarins var tónn oflátungsins líka stundum skammt undan. í þessu sambandi má minna á þá hugmynd Brandesar og fylgismanna hans að það væri skylda rithöfunda að segja þjóð sinni til syndanna, vera eins konar riddarar réttlætisins eins og Stockmann læknir í En folkefiende (Þjóðníðingi) Ibsens. Höfundar áttu að vera „hetjur vegna tryggðar við góðan málstað". Atli, Steinn Elliði og Arnaldur eru að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.