Andvari - 01.01.1986, Qupperneq 96
94
ÁRNI SIGURJÓNSSON
ANDVARI
hluta verksins, virðist mér Halldór taka djúpt í árinni í fyrrgreindum orð-
um því Bjartur breytist að mínum dómi í „hetju sakir góðs málstaðar“. Ef
einhver er „hetja sakir valds“ í Sjálfstæðu fólki þá er það Ingólfur Arnarson
Jónsson, en það vegur reyndar einmitt þungt í sögunni að höfundur telur
menn yfirleitt ekki verða hetjur sakir valds, og er það liður í andróðri hans
gegn sósíaldarwínisma. Valdhöfn er ekki dyggð.
Árin eftir fyrri heimsstyrjöldina komst hetjuhugtakið töluvert á reik í
hugum Evrópumanna, eins og víða má merkja í bókmenntum. Margir álitu
að hetjur stríðsins hefBu dáið fyrir vondan málstað fremur en góðan, og
varð þannig lítið úr gulltryggingu stríðshetjunnar ekki síður en myntarinn-
ar á þessum tíma.
Á íslandi var líka verið að skipta um hetjur. íslenskar hetjur voru annars
vegar hetjur íslendingasagna, gjörvulegar en ógæfusamar eins og þjóðin í
eigin augum; hins vegar voru forkólfar sjálfstæðisbaráttunnar. Eftir að
sjálfstæðisbaráttunni lauk hlaut virðing sjálfstæðishetjunnar smátt og smátt
að minnka og aðrar hetjur að koma í staðinn. Um tíma dáði Halldór Lax-
ness Jónas frá Hriflu og lýsti honum sem hetju nýja tímans, menntuðum
félagsumbótamanni (Tíminn 31/5. 1930); en svo dvínaði sú aðdáun, sem
kunnugt er.
Pórbergur Þórðarson, Halldór Laxness og Sigurður Nordal ræddu allir
talsvert um menn sem þeir kölluðu „meistara“ á þriðja áratugnum. Þessir
„meistarar" voru ævinlega andleg mikilmenni og ekki veraldleg, þeir voru
sagnameistarar, hugsuðir og jógameistarar. Þetta má skoða í ljósi þess að á
þessum tíma var íslenskri menntastétt að vaxa fískur um hrygg, og for-
ystumönnum hennar var umhugað að sanna að margir helstu „meistarar“
sögunnar væru andlegir meistarar og ekki endilega meistarar í peningaefn-
um eða utanríkismálum. Millistéttin hélt þannig fram sinni eigin hetjuhug-
sjón og mikilvægi andlegra verðmæta. Halldór Laxness sagði til dæmis: „án
snillinga íslenzks máls erum vér skrælingjar, enda þótt vér komumst í dýr-
lingatölu á erlendum kauphöllum fyrir hrogn og grút.“ (Alþýðublaðið 21/8.
1926)
í fyrstu sögum Halldórs Laxness ber mikið á oflátungum, ekki bara af
tegund Huldu í Barni náttúrunnar, heldur fyrst og fremst ungum karl-
mönnum sem hættir til að ofmetnast af greind sinni og bókvisku, og má þar
minna á Atla í Undir Helgahnúk, Stein Elliða í Vefaranum mikla frá Kasmír og
Arnald í Sölku Völku. í blaðagreinum höfundarins var tónn oflátungsins
líka stundum skammt undan. í þessu sambandi má minna á þá hugmynd
Brandesar og fylgismanna hans að það væri skylda rithöfunda að segja þjóð
sinni til syndanna, vera eins konar riddarar réttlætisins eins og Stockmann
læknir í En folkefiende (Þjóðníðingi) Ibsens. Höfundar áttu að vera „hetjur
vegna tryggðar við góðan málstað". Atli, Steinn Elliði og Arnaldur eru að