Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1986, Page 104

Andvari - 01.01.1986, Page 104
102 MATTHÍAS JOHANNESSEN ANDVARI hverfa undir bjargið. Og hann var sjálfur orðinn Guðmundur Karlsson í hrafnslíki og fylgdist með stúlkunni sem gekk aftur hikandi heim og hann flögraði í humátt á eftir henni og hún sneri sér við og horfði á hann með saltvot tár í augum. Þá hóf hann sig á loft og flaug yfir hamrana, tyllti sér sem snöggvast á svarta burst álfakirkjunnar en hóf sig aftur til flugs og stefndi yfir Einidrang, síðan Þrídrang og flaug loks í Súlnasker þar sem hann skildi harm Vilborgar eftir í tvítugum hömrunum. Flaug svo aftur heim og hvíldi sig í uppstreyminu við volgar hlíðar eldfjallsins. Það var leikur í hafinu og kjóabringurnar dilluðu sér undir landvindi af norðvestri. Það liðu mörg ár á þessari stund og vorið lék við lækjaseyrur, grös og fífla og Vilborg tíndi sóleyjar í hlýrri gjólunni, horfði upp á grasigróið bergið og reyndi að koma auga á hrafnbláan væng í sindrandi kvöldsólinni. Gekk inn í bæ og setti blómin í vatn. Sofnaði síðan inn í Blátind án þess þekkja orð píslarvottsins: Herra Jesú, meðtak þú minn anda. Af heiðinni sál hennar fæddist lágmynd kyrrlátrar hugsunar um eftirsóknarverða gleymsku og tímalausa skynjun þrívíðrar eilífðar sem mælist aðeins í öskulögum og úfnu hrauni sem storknar á leið frá gíg til glottandi hafs. Og hann var út- línumjúkur drangur í úfnu draumhafinu, minning um elda sem nú voru útkulnaðir. Og hann var að velta því fyrir sér hvort hann ætti einnig að segja henni það en vissi hún mundi einungis hrista höfuðið og telja að hann gæti ekki verið með öllum mjalla svo að hann hélt aftur af sér og leitaði fugla við bjargið því nú var hann orðinn lundakóngur og leitaði prinses- sunnar í grænum aflíðandi moldum næstu byggða og var að leggja af stað inn í draum fugls um himin og haf unz hann hefði Nýfundnaland undir vængjum og fyrirheit um endurkomu í eðli sínu og niðandi brim í æðum. Með óendanlegt haf í augum og himin í vængjum hvarf hann til þess veru- leika sem var vængstýft ímyndunarafl inni í lokuðu búri þeirrar reynslu sem vængjalaus manneskja verður að láta sér nægja. Og hún sem hann leitaði í hugskoti sínu var horfin. Og hann var einn með hugsun sinni. Og hann var dapur. En þá settist ævintýrið enn að hon- um og hann upplifði þennan eilífa dag sem var löngu liðinn eins og fugls- spor á hvítum pappír:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.