Andvari - 01.01.1986, Síða 108
106
GUNNAR STEFÁNSSON
ANDVARI
raunar hver annarri betri. Að enduðum löngum degi er ein allra listfeng-
asta sagan, segir frá feiga bóndanum sem er á heimleið til að deyja. Hér
sem víðar notar Indriði bílinn sem hlutgervingu mannsins, samsamar hann
mannlegri harmsögu. Frægasta dæmi slíks hjá Indriða er auðvitað í Sjötíu
og níu af stöðinni. En í áðurnefndri smásögu er umhverfismyndin dregin
upp af mikilli natni. Höfundur kann að láta glitta í sögu á milli línanna.
Hér er ekki ráðrúm til að fjalla um hverja einstaka sögu í úrvalinu. Hins
vegar er freistandi að reyna að skýra frásagnarhátt höfundar, hina nær-
færnu, stílfærðu raunsæisaðferð sem hann ræktar með sér og hreinsar æ
meir af öllum óþarfa. Aðferðin byggist á markvissri beitingu sjónræns stíls-
háttar. Tökum sem dæmi kafla úr sögunni Heiður landsins. í henni er kyn-
ferðisleg löðun eins og fínt spunninn strengur í frásögninni, en kímnin lík
svölum andvara í hitamollu. Þetta skýrist best af dæminu. Hér er sviðið
dregið upp með fáum dráttum og síðan sett á hreyfingu:
Gistihúsið Brattahlíð stóð undir heiðinni að norðan. Það var þrifalegt hús
og gljámálaðir bensíngeymar olíufélaganna stóðu í röð á breiðu hlaðinu. Bak
við gistihúsið voru peningshús og gróðurhús og ekki langt frá stóð gamalt
samkomuhús við nýja sundlaug og kartöfluflög til hliðar sundurskorin af heit-
um lœkjum frá uppsprettunni ofar í heiðinni. Daníel ók rösklega í hlaðið og
sveigði punga bifreiðina í stórum boga upp að bensíngeyminum. Hann hratt
hurðinni upp og steig út í sólskinið. Það var heitt en hann vissi pað mundi
kólna bráðlega; á pessum tíma dags fór að blása af hafi í Bröttuhlíð. Hár og
grannur maður kom heiman frá húsinu. (Vafurlogar, 79—80)
Þetta er næstum eins og kvikmynd. Ef við greinum textann sundur sjáum
við hve nákvæmlega hann er unninn. Fyrst kemur fjarmynd: gistihúsið
undir heiðinni og bensíngeymarnir fyrir framan sem valda því að bílstjór-
inn stansar. Síðan hvarflar augað umhverfis, bak við gistihúsið til penings-
húsa, samkomuhúss og sundlaugar sem verður raunar aðalsvið sögunnar.
Þessu næst ekur bílstjórinn rösklega inn í kyrralífsmyndina, sveigir bifreiðina
í stórum boga, — hann hratt upp hurðinni og steig út í sólskinið. Einungis val
sagnorðanna sýnir hve kunnáttusamlega er haldið á penna. Og þegar hing-
að er komið má söguhöfundur flytja sig inn í hugarheim bílstjórans: Hann
vissi það mundi kólna bráðlega.
I þessu dæmi er frásagnaraðferð Indriða fullkomnuð. Við sjáum í sög-
unni í fásinninu hvernig miðlað er sterkri tilfinningu gegnum frásögn sem
virðist hversdagsleg og stefnulaus. Tveir menn láta brennivínsflösku
ganga á milli sín og tala um kvenfólk, Dóri ekur fullur og drepur kött, vek-
ur eiganda hans upp um hánótt til að bjóða bætur og kaupa bensín. Gegn-
um frásögnina seytlar kennd leiðans, — í þessu samfélagi gerist ekki neitt,
þegar fullnægingu hvatanna sleppir hafa menn ekkert við að vera: „Ég segi