Andvari - 01.01.1986, Blaðsíða 109
ANDVARI
SJÓNARHÓLL SÖGUMANNS
107
enn: þeir ættu að sjá til þess kæmu alminlegar stelpur í sveitina. Þeir í
pólitíkinni tala um fólksflótta og rafvæðingu og nýbýlasjóði: hvað stoðar
það.“ (Vafurlogar, 90)
Hér er komin áþekk mannlífsmynd og lesendur Indriða þekkja best úr
Landi og sonum (1963). í fásinninu má kalla nokkurs konar aðdraganda
þeirrar skáldsögu. Að listrænni gerð er eitt eftirtektarvert, samtölin. Hinn
stuttaralegi samtalsstíll er vel til þess fallinn að miðla tómleikanum. Það var
einmitt algeng aðfmnsla um Land og syni sem hver át eftir öðrum að sam-
tölin í þeirri sögu væru „óeðlileg". Slíkt ber vott um frumstæða raunsæis-
stefnu sem Indriði aðhyllist einmitt ekki. Hins vegar hattaði fyrir í stíl sam-
tals annars vegar, frásagnar og lýsingar hins vegar í sögunni.
í smásagnasafninu Mannþingi (1965) heldur Indriði fram stefnunni. í
Vofurloga eru teknar fimm sögur úr þeirri bók. Af þessum sögum eru Hófa-
dynur um kvöld og Vor daglegi fiskur einna minnilegastar. Sú síðarnefnda
er þorpsmynd, ljóslifandi í augum allra þeirra sem slík þorp þekkja, og enn
er bílstjóri í sjónarmiðju. Þeirri starfsstétt hefur Indriði lýst af mikilli natni
svo að lesandinn finnur næstum svitalykt og bensínþef af textanum. Hófa-
dynur um kvöld er annars eðlis: þar er sagan sjálf löngu að baki. Þetta er
saga í klassískum raunsæissniðum. Tveir menn á hóteli, ogannar rifjar upp
tuttugu ára gamalt ástarævintýri. Úr Mannþingi er ástæða til að sakna einn-
ar sögu í Vafurlogum: Dagsönn við ána. Það er bernskuminning um réttar-
dag, nátengd Landi og sonum.
Önnur sveitasaga, Lífíð í brjósti manns, er aftur efnislega skyld Pjófi í
paradís (1967) enda rituð sama ár, birtist þá í þessu riti og síðan í safnriti
Kristjáns Karlssonar. Þetta er afburðavel rituð saga, umhverfís- og mann-
lýsingar í fullkomnu jafnvægi. Lífið í brjósti Mýrarhúsa-Jóns eru hestar
hans, þegar þeir eru horfnir má einu gilda um bæinn enda brennur hann
ofan af Jóni drukknum. - Yngstu sögur bókarinnar nefnast Kaldur staður
og Aprílsnjór. Sú síðartalda er augljóslega sjálfsævisöguleg, af sama toga og
Unglingsvetur (1979), síðasta skáldsaga Indriða til þessa, gæti raunar heitið
sama nafni. Hér segir af unglingi sem fer í fyrsta sinn að heiman til vetrar-
dvalar í skóla. Aprílsnjór er ekki svipmynd eins og flestar sögur Indriða
heldur röð mynda. Oft hefur því verið lýst í sögum og minningum hvernig
Reykjavík kemur sveitapilti fyrir sjónir í fyrsta sinn. Aprílsnjór er meðal
þess nærfærnasta um þá reynslu.
Þannig hafa Vafurlogar að geyma ýmsa sagnaskemmtun. En þar sem sög-
ur bókarinnar tengjast svo mjög skáldsögum höfundar eins og hér hefur
verið drepið á er freistandi að halda þessu máli áfram. Um skáldsögur Ind-
riða verður að vísu ekki fjallað eins ítarlega og vert væri að þessu sinni. Fá-
einar athugasemdir um höfundarferil hans læt ég þó fylgja hér.