Andvari - 01.01.1986, Page 118
116
AÐALGEIR KRISTJÁNSSON
ANDVARI
Þeir þremenningarnir voru allir í Fjölnisfélaginu og Jón Thoroddsen og
Benedikt Gröndal birtu fyrstu kvæði sín í Fjölni 1847. Gísli Brynjúlfsson
greinir frá Fjölnisfundi í dagbók sinni 3. janúar 1848 þar sem Konráð
Gíslason talaði um að gefa út gamanblað, eina örk á ári sem skyldi heita
Örkin. Einnig hafði hann talað um að gefa út eitt rit á ári, „1. Þröstinn, 2.
Smyrilinn, 3. Durginn . . . og seinast Snakkinn, og þá skyldi hann springa
og ritið hætta“.
Það var ný kynslóð sem haslaði sér völl með Norðurfara og þess gætir all-
víða í dagbók Gísla Brynjúlfssonar að honum þykja ungu mennirnir standa
í skugga hinna eldri og samanburðurinn við Jónas Hallgrímsson lét honum
illa í eyrum. Einkum þótti honum þetta koma fram hjá Konráði Gíslasyni
og Brynjólfi Péturssyni. Engu að síður ber dagbókin með sér að Gísli leit
mjög upp til Konráðs og taldi hann bera af öðrum löndum sínum sakir vits-
muna. í formálanum að fyrra árgangi Norðurfara ræðir Gísli um það hlut-
verk sem hann ætli ritinu og segir að þar sem ekki komi önnur íslensk rit
út í Kaupmannahöfn en Ný félagsrit og Skírnir „sem alltaf er einu ári á eft-
ir tímanum og sjálfum sér“, en Fjölnir hins vegar hættur að koma út, þá eigi
Norðurfari að fylla það skarð, „en ei er það svo að skilja sem vér viljum hafa
alla sömu aðferð og Fjölnir, en aðeins svo að vér vildum að eitthvert rit
kæmi í stað hans“.3 Gísli Brynjúlfsson getur þess einnig í formálanum að
þeir fylgi „réttritan hr. Konráðs Gíslasonar, því oss fínnst hún sjálfri sér
samþykkust." Samt verður varla með sanni sagt að Norðurfari og Fjölnir
væru sérstaklega lík rit, enda þótt þau hafí nokkur sameiginleg einkenni.
Norðurfari var ekki laus við það sem Grímur Thomsen vék að í Nordisk
Literaturtidende 1846 í ljóðum Jónasar Hallgrímssonar og kallaði nýþýsku
veiklunina sem endurómaði frá Herwegh og Heine „ . . . viðkvæm, sorg-
þrungin ættjarðarljóð með dálitlu sposku ívafí“. Einnig talar Grímur um
gangslausa bölsýni og kvenlega angurværð, „sem sorgarljóð skáldstefnu
vorra tíma bera á torg“.4 Norðurfari var gagnauðugur af þessháttar ljóða-
gerð.
Kynslóðin sem stóð að Norðurfara leið á engan hátt af minnimáttar-
kennd. í bréfí sem Eiríkur Jónsson — síðar garðprófastur - skrifaði Gísla
Brynjúlfssyni 1. mars 1846 víkur hann að ágæti skólabræðra sinna og segir
að Magnús Grímsson hafi unnið „prísspurgsmál" og hann (þ. e. Magnús),
Benedikt Gröndal og Sveinn Skúlason hafi gert fallegustu kvæðin. Eiríkur
ber mikið lof á ljóðagerð Magnúsar og segir um Benedikt Gröndal að hann
trúi því að í honum búi margir Jónasar Hallgrímssynir og endar með því
að segja að allir bæti þeir upp missi Jónasar, en hann þori ekki að segja
Bjarna amtmanns Thorarensens.5 Þetta mat á ljóðagerð Bjarna og Jónasar
er mjög á sömu lund og fram kemur í ritgerð Gríms Thomsens í Nordisk
literaturtidende sem vitnað var til hér að framan.