Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1986, Síða 118

Andvari - 01.01.1986, Síða 118
116 AÐALGEIR KRISTJÁNSSON ANDVARI Þeir þremenningarnir voru allir í Fjölnisfélaginu og Jón Thoroddsen og Benedikt Gröndal birtu fyrstu kvæði sín í Fjölni 1847. Gísli Brynjúlfsson greinir frá Fjölnisfundi í dagbók sinni 3. janúar 1848 þar sem Konráð Gíslason talaði um að gefa út gamanblað, eina örk á ári sem skyldi heita Örkin. Einnig hafði hann talað um að gefa út eitt rit á ári, „1. Þröstinn, 2. Smyrilinn, 3. Durginn . . . og seinast Snakkinn, og þá skyldi hann springa og ritið hætta“. Það var ný kynslóð sem haslaði sér völl með Norðurfara og þess gætir all- víða í dagbók Gísla Brynjúlfssonar að honum þykja ungu mennirnir standa í skugga hinna eldri og samanburðurinn við Jónas Hallgrímsson lét honum illa í eyrum. Einkum þótti honum þetta koma fram hjá Konráði Gíslasyni og Brynjólfi Péturssyni. Engu að síður ber dagbókin með sér að Gísli leit mjög upp til Konráðs og taldi hann bera af öðrum löndum sínum sakir vits- muna. í formálanum að fyrra árgangi Norðurfara ræðir Gísli um það hlut- verk sem hann ætli ritinu og segir að þar sem ekki komi önnur íslensk rit út í Kaupmannahöfn en Ný félagsrit og Skírnir „sem alltaf er einu ári á eft- ir tímanum og sjálfum sér“, en Fjölnir hins vegar hættur að koma út, þá eigi Norðurfari að fylla það skarð, „en ei er það svo að skilja sem vér viljum hafa alla sömu aðferð og Fjölnir, en aðeins svo að vér vildum að eitthvert rit kæmi í stað hans“.3 Gísli Brynjúlfsson getur þess einnig í formálanum að þeir fylgi „réttritan hr. Konráðs Gíslasonar, því oss fínnst hún sjálfri sér samþykkust." Samt verður varla með sanni sagt að Norðurfari og Fjölnir væru sérstaklega lík rit, enda þótt þau hafí nokkur sameiginleg einkenni. Norðurfari var ekki laus við það sem Grímur Thomsen vék að í Nordisk Literaturtidende 1846 í ljóðum Jónasar Hallgrímssonar og kallaði nýþýsku veiklunina sem endurómaði frá Herwegh og Heine „ . . . viðkvæm, sorg- þrungin ættjarðarljóð með dálitlu sposku ívafí“. Einnig talar Grímur um gangslausa bölsýni og kvenlega angurværð, „sem sorgarljóð skáldstefnu vorra tíma bera á torg“.4 Norðurfari var gagnauðugur af þessháttar ljóða- gerð. Kynslóðin sem stóð að Norðurfara leið á engan hátt af minnimáttar- kennd. í bréfí sem Eiríkur Jónsson — síðar garðprófastur - skrifaði Gísla Brynjúlfssyni 1. mars 1846 víkur hann að ágæti skólabræðra sinna og segir að Magnús Grímsson hafi unnið „prísspurgsmál" og hann (þ. e. Magnús), Benedikt Gröndal og Sveinn Skúlason hafi gert fallegustu kvæðin. Eiríkur ber mikið lof á ljóðagerð Magnúsar og segir um Benedikt Gröndal að hann trúi því að í honum búi margir Jónasar Hallgrímssynir og endar með því að segja að allir bæti þeir upp missi Jónasar, en hann þori ekki að segja Bjarna amtmanns Thorarensens.5 Þetta mat á ljóðagerð Bjarna og Jónasar er mjög á sömu lund og fram kemur í ritgerð Gríms Thomsens í Nordisk literaturtidende sem vitnað var til hér að framan.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.