Andvari - 01.01.1986, Qupperneq 120
118
AÐALGEIR KRISTJÁNSSON
ANDVARI
sinni hendi. Daginn eftir keypti hann kápu um ritið og leiðrétti síðustu
próförk. Hinn 16. maí var hann alprentaður og daginn eftir fór hann í
band. Síðari hluti maímánaðar fór í að búa um Norðurfara og senda hann
heim og tíundar Gísli það starf í dagbókinni. Nú fóru menn að segja álit sitt
á ritinu. Grímur Thomsen var þar sjálfskipaður hæstiréttur, en hann var á
öndverðri skoðun við Gísla varðandi uppreisnina í hertogadæmunum og
sennilega hefír honum þótt „nýþýska veiklunin“ helst til ráðandi í ljóða-
gerðinni. „Pað er ekkert af honum sjálfum í því, sem hann talar, allt er að-
fengið og af öðrum; þó hann nú brosi höfðingjabrosi yfir Norðurfara og
öðru, sem eg gjöri, þá má þó vel koma sú stund, að eg geti litið niður á
hann, . . . “ skrifaði Gísli í dagbókina 28. maí 1848.
Sama dag skrifaði hann einnig: „Það er undarlegt: S(kúli) Thorl(acíus)
kom hér í morgun og þóttist hafa fundið margt í Norðurfara líkt Jónasi
Hallgr(ímssyni), eg veit það hefur valla verið eftir mig, því þess vil eg þó
vona, að eg geti verið eins fruml(egur) og hann, en þetta hefur Sk(úli) haft
úr Konráði og Brynjólfí, sem álíta engan mann nema Jónas heitinn, en slíkt
tjáir ei, og þó fínn eg vel, að það er ei hjá þeim, sem eg á að leita mér viður-
kenningar . . . Skúli skildi ei Farald, og þess ei von, fyrir slíka lesendur hef-
ur mér aldrei dottið í hug að skrifa."
1 fyrra árgangi Norðurfara var bæði frumsamið og þýtt efni. Þar birtust
fyrstu kvæði Gísla Brynjúlfssonar á prenti og raunar þau kvæði sem ís-
lenska þjóðin tók hvað mestu ástfóstri við. Dálítil ferðasaga var það fyrsta
skáldskaparkyns í óbundnu máli sem kom frá Jóni Thoroddsen, en eins og
áður greinir fór Gísli Brynjúlfsson höndum um söguna og jók við hana
kaflanum um steinkerlinguna. Allt um það er hún „eins konar vísir eða
fyrirboði að sögum Jóns hinum meiri“, svo að vitnað sé til orða dr. Stein-
gríms J. Þorsteinssonar.7
Þarna birtust einnig í fyrsta sinn tvö þeirra kvæða Jóns sem hafa náð
hvað mestri alþýðuhylli og lifað á vörum þjóðarinnar, Til skýsins og
Barmahlíð. Önnur kvæði eftir Jón í Norðurfara 1948 voru Nýárs vísur,
Úlfar, Eftir krukkspá, Til Svanfríðar, Eg bregð mér á bæ, Gefðu mér koss,
Hvað huggar, Vísur og Hendir seinn hvatan. Nafn Benedikts Gröndals var
ekki á titilsíðu Norðurfara 1848. Útgefendurnir voru Gísli Brynjúlfsson og
Jón Thoroddsen og á kostnað þeirra var hann prentaður. Benedikt Grön-
dal átt samt eftirtalin kvæði í ritinu: Dvergljóð, Kvöldvísur og Vorvísur.
Einnig þýddi hann úr latínu Diffugere nives eftir Horas (Fönnin úr hlíð-
inni fór) og í óbundnu máli voru „Hugleiðingar um ríki Serkja á Spáni. Eft-
ir Washington Irving", sem var þýtt úr Sögum frá Aíhambra og fylgdu með
neðanmálsgreinar eftir Gísla Brynjúlfsson.
Gísli átti eftirtalin kvæði: Heilsan til allra yfir höfuð, Grátur Jakobs yfir