Andvari - 01.01.1986, Qupperneq 125
ANDVARl
GÍSLI BRYNJÚLFSSON OG NORÐURFARI
123
artine og með hvaða aðferðum borgarastéttin hélt völdum og spyr svo:
„Mun svo lengi standa? Eg vona ei, því borgara hata eg.“ Hinn 15. júlí
hvarflar hugurinn enn til atburðanna í París og hann skrifar í dagbókina,
„ . . . það liggur í eðli mínu að halda æ með þeim, sem miður hafa, og borg-
ara hata eg nú æ. Þá eru dónar miklu betri en slík „mediocritas", en skal þá
allt frelsi febrúars vera fallið með Lamartine? Hann var þó einn veglyndur,
en veikur, en látum kúganina aftur magnast, þá er nokkuð að berjast við,
og það vil eg.“ Daginn eftir er hann enn að hugsa um sama efni: „Þetta
bölvaða skrælnaða mannfélag verður að hreinsa og endurskapa, þó það
verði að gjörast með ótrúlegum blóðlátum.“
Jón Thoroddsen gerðist sjálfboðaliði í her Dana og barðist með danska
hernum á Jótlandi. Hann kom aftur til Kaupmannahafnar 18. ágúst og
gisti hjá Gísla á Garði fyrstu nóttina og þeir hafa haft um margt að spjalla
því að þeir vöktu til kl. þrjú að því er dagbók Gísla hermir. Og enn sem fyrr
eru atburðirnir í Evrópu ofarlega í huga Gísla því að hann skrifar í dag-
bókina 19. ágúst: „ . . eg neyðist til að æskja nýrrar uppreistar í Parísar-
borg, þó eg vel finni, hve slíkt dýraæði er manninum ómaklegt. . . Bylting-
in var ei nema draumur um frelsi, sem hverfur einsog aðrir hugarburð-
ir, . .“
Gísli Brynjúlfsson sagði endanlega skilið við lögfræðinámið sumarið
1848. Samkvæmt dagbókinni sótti hann síðast tíma hjá Bornemann 14. júlí.
Háskólanámi hans var samt ekki lokið með því. Hinn 16. desember sama ár
skrifaði hann í dagbókina: „Annars er eg nú farinn að stunda stjórnar-
fræði, „kameralistik", og heyri fyrirlestra yfir „bústjórn landa“ eða „ríkja“
og „iðnað“. Þykir mér það skemmtilegt og fróðlegt og vildi fljótt geta lokið
því af og náð prófi“.
Af þessu námi er skemmst að segja að Gísli lauk aldrei prófi og virðist
fljótlega hafa gefíst upp á fræðigreininni, en af bréfum frá vinum hans á
íslandi kemur fram að þeir hvetja hann til dáða og líta á þetta sem undir-
búning að þátttöku Gísla í íslenskum stjórnmálum. Meira að segja var um
það rætt að hann yrði þingmaður Skagfirðinga og tæki við af Lárusi Thor-
arensen sýslumanni, móðurbróður sínum.
Frásögn Gísla Brynjúlfssonar af byltingunum sem urðu í Evrópu utan
Parísar í marsmánuði er gagnorð, en hvarvetna tekur hann málstað upp-
reisnarmanna og er sama hvort hann greinir frá atburðum í Vínarborg,
frelsisbaráttu Ungverja, Pólverja og Tékka eða hann greinir frá uppreisn-
um í Berlín, á Ítalíu, Spáni eða hinu forna Póllandi. Enda þótt Gísli virði
Englendinga og enskt stjórnarfar mikils, tekur hann afstöðu gegn þeim
þegar hann Qallar um írland og greinir frá sambandi þjóðanna: „Það er
líka von að írar vilji losna, því þó þeir hafí sama frelsi sem Englendingar,
þá er þó ætíð óþolandi að vera undir aðra þjóð gefmn.“19