Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1986, Síða 126

Andvari - 01.01.1986, Síða 126
124 AÐALGEIR KRISTJÁNSSON ANDVARl Þetta viðhorf kemur enn skýrar fram hjá Gísla þegar hann ræðir sam- band hertogadæmanna og Danmerkur, og hann orðar þetta á þann veg í Norðurfara: „Allur annar ríkisréttur en sá sem um leið er þjóðarréttur, er heldur ekki annað en miðaldaleif frá þeim tímum þegar lönd og þjóðir voru skoðaðar eins og nokkurskonar stólsjarðir og landsetar sem ríkisherr- • 90 ann ætti. Eitt var það ríki sem ekkert hlaut nema last í Norðurfara og það var Rússland vegna einræðisins og kúgunarinnar sem þar ríkti. Hjá Gísla gætir nokkurs ótta að Rússakeisari muni blanda sér í leikinn og kæfa niður frels- ishreyfmgarnar eins og raunin varð á í Ungverjalandi og Gísli óttaðist rúss- neska íhlutun vegna uppreisnarinnar í hertogadæmunum. Ungverjar voru í miklum metum hjá Gísla Brynjúlfssyni. Hann rekur sögu þjóðarinnar og sparar hvergi að geta um sögulegar hliðstæður hjá Ungverjum og íslendingum og þarf ekki að fara í neinar grafgötur hvaða lærdóm hann hefir ætlað íslendingum að draga af þeim samanburði. Einnig ord hann hvert kvæðið á fætur öðru þeim til lofs og dýrðar, en sá byltingaróður bitist ekki í Norðurfara, heldur í Ljóðmœlum hans og ber heit- ið Magyaraljóð. Frásögnin hefst á komu Ungverja til ættlands síns: „Um sama leyti, sem Ingólfur fyrst nam land á íslandi, kom Arpad höfðingi með Magyara sína að austan, þaðan sem allt var í dimmu og rnyrkri um þær mundir. Þeir stökktu burtu Slövum, sem bjuggu fyrir í landinu, upp til íjalla, en settust sjálfír að á sléttlendinu við Theiss og Dóná . . .“ Síðan segir Gísli frá styrj- öldum Ungverja, kristnitökunni - um sama leyti og á íslandi - konungum þeirra, árásum mongóla í sama mund og Sturlungaöldin geisaði á íslandi. Ekki skortir að hann tíundi helstu frægðarmenn þeirra svo sem Jóhann Hundyady og Mathias Corvinus, en „þegar þingið tók menn af Habsborgar ætt til konunga yfir Ungverjaland versnaði hagur þess“, Habsborgararnir gátu ekki varið Ungverjaland fyrir Tyrkjum, en „voru þó að reyna að svipta það réttindum sínum og hinum fornu lögum, en það tókst þeim ei; því Magyarar, sem fúslega og ótilneyddir höfðu gjört þá að konungum sínum, eins og íslendingar gengu á vald Noregs konungum án þess að vera unnir með vopnum — Magyarar voru þeim mun skynsamari en íslendingar, að þeir höfðu vel gætur á að sáttin væri ei brotin og að þeir ei væru sviptir nokkru af réttindum sínum.“ Gísli greinir síðan frá uppreisnum Ungverja og foringum þeirra og segir í framhaldi af því: „Það er líka auðséð að allar frjálsar þjóðir verða að hafa þann rétt að rísa móti konungum sínum eða stjórnorum þegar þeir vilja brjóta lög á þeim; og íslendingar fornu hafa líka skilið þetta þar sem þeir segja í gamla sáttmála: „halda viljum vér ok vorir arfar trúnað við yðr, með þér haldið trúnað við oss“ - en synir þeirra höfðu þó ei kjark til að framfylgja þessu, og vér vitum ei einu sinni hvort íslendingar nú muni þora að láta sér slíkt skiljast.“21
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.