Andvari - 01.01.1986, Page 128
126
AÐALGEIR KRISTJÁNSSON
ANDVARI
Þessi grein féll ekki alls kostar í frjóan jarðveg á íslandi. Reykjavíkurpóst-
urinn svaraði henni tvívegis og andmælti þeim staðhæfingum sem fram
komu í Norðurfara. Síðari greinin kom í maí 1849 og undir henni stafirnir
O. St. Norðurfari 1849 birti svargrein og í henni bréf frá Jóni Hjaltalín, síð-
ar landlækni. Hann studdi skoðanir Norðurfara varðandi læknakennsluna
og komst svo að orði: „ . . . það er víst að við háskólann hér í Höfn verður
sjúkdómafræði íslands aldrei numin þó menn lesi og læri til dómsdags."24
Bréf Hjaltalíns var dagsett 24. apríl 1849. Hann var þá læknir á Klampen-
borg og í miklum metum, svo að Norðurfari hafði þar öflugan styrktar-
mann, enda svaraði hann Reykjavíkurpóstinum fullum hálsi: „Það er herfi-
leg villa Póstsins, þegar hann heldur háskólinn í Höfn hafi vakið þjóðernis-
anda íslendinga aftur; það eru sögurnar og fornritin, sem geymd eru og
útgefin í Kaupmannahöfn, en ekki háskólakennslan þar, sem hefur komið
þessu til leiðar; það er rödd forfeðra vorra úr haugum þeirra, en engin
dönsk menntan. Danir mega í raun og veru miklu fremur þakka okkur en
við þeim, því ísland og þau norrænu fræði, sem því ævinlega fylgja, hafa
mikillega haldið við þjóðerni þeirra, og bundið þá við Norðurlönd — annars
væru þeir ef til vill löngu orðnir þýskir, sem þeir þó ei vilja.“25
í Norðurfara 1849 birtist einnig önnur grein um íslenskt efni: „Alþing
að sumri“. Hún er nafnlaus, en nær fullvíst er að þar hafi Gísli Brynjúlfs-
son haldið á pennanum. Greinin hefst með þessum orðum: „Öllum
mönnum, sem nokkuð hugsa um málefni íslands, verður nú að vera það
ljóst, að það þing, sem að öllum líkindum á að halda þar að ári, er einhver
hinn merkilegasti viðburður í sögu landsins um langan aldur. Það er þar,
sem íslendingar eiga að reyna að bæta úr margra alda aðgerðaleysi og
hirðuleysi um sjálfa sig, að svo miklu leyti sem úr því verður bætt;“26
Þegar þetta var ritað var almennt búist við því að þjóðfundurinn yrði
haldinn sumarið 1850 og höfundurinn víkur að því máli sem hann telur
hið fyrsta og merkilegasta, „ . . . hver staða íslands eigi framvegis að vera í
ríki Friðreks VII konungs vors . . . einhver breyting verður að verða gjörð
á sambandi íslands við Danmörk . . . nú þegar einveldinu er létt af, verður
eins að fastsetja eitthvað um þetta samband og annað“. í framhaldi af þessu
segir: „Samband milli tveggja eða fleiri landa og ríkja getur verið tvenns-
konar: annað hvort reglulegt þjóðsamband, byggt á jafnrétti og jafnri hlut-
tekning beggja þjóðanna, eða þá höfðingjasamband, þegar stjórn landanna
öldungis er aðskilin, þó landshöfðinginn sé einn og hinn sami. Til hins
fyrra útheimtist sameiginlegt þing fyrir alla parta félagsins, auk lög-
gefandi þinga í hverju landi fyrir sig; til hins síðara þarf öldungis ei á neinu
slíku að halda, því hið einasta sameiginlega band er höfðinginn og höfð-
ingjaætdn. Vilji menn nú heimfæra þetta upp á ísland, þá getum vér ei
fundið nokkuð, hvorki gamla skuldbinding né heldur eigin hag sem vísi því