Andvari - 01.01.1986, Qupperneq 129
ANDVARI
GÍSLI BRYNJÚLFSSON OG NORÐURFARI
127
til hins fyrra sambandsins, þar sem þó að minnsta kosti sagan og gamlir
sáttmálar vísa því til hins síðara. Það er bæði sýnt og sannað, að íslendingar
aldrei hafa gengið á vald hinni dönsku þjóð, en einungis konungi hennar,
og að hann því ei getur afsalað sér valdi sínu yfir íslandi í höndur Dönum,
án þess herfílega að brjóta lög á því. Að Friðrekur VII muni vilja það, skul-
um vér og aldrei trúa, fyrr en vér sjáum það; og í þeirri sannfæringu, að
hann aðeins vilji það, sem öllum þegnum hans er fyrir hinu besta, skulum
vér nú reyna að sýna, að allt þjóðsamband íslands við Danmörku er ekki
einasta óeðlilegt og ónytsamlegt báðum, heldur líka mjög svo háskalegt fyr-
ir íslendinga . . .“27
Höfundurinn heldur enn áfram og segir: „Allir þeir, sem ögn þekkja til
frumregla stjórnfræðinnar, vita, að samband milli þjóða getur aldrei, eigi
það ei að verða báðum til meins, verið byggt á öðru en sameiginlegri nauð-
syn og hagnað hlutaðeigenda . . . Orsökin hefir alls staðar verið sú að þær
hafa fundið, að þær gætu komið meiru til leiðar með því að vinna í samein-
ingu, en hver fyrir sig, eða þær hafa þurft að sameina sig til þess að verjast
erlendum Qandmönnum . . .“ Síðan er spurt: „Hvar er hin sameiginlega
sjálfsvarnar nauðsyn, sem einmitt vísi íslandi til Danmerkur, og hver er
hinn sameiginlegi hagnaður, sem bendi íslandi heldur til Danmerkur, sem
liggur 300 vikum sjávar sunnar en það, en til landa sem liggja því helmingi
nær“? Við hvorugri spurningunni fannst jákvætt svar og niðurstaðan varð
því sú: „Af því að vér álítum allt þjóðsamband íslands við Danmörku óeðli-
legt og gagnslaust, leiðir einnig að vér viljum ekkert þingsamband milli
þessara landa.“ Hins vegar var Gísli eindreginn málsvari konungssambands
við Dani því að hann segir: „Enginn má nú taka þetta svo sem vér í minnsta
máta viljum að íslendingar skuli skerða hollustu þá, sem þeir eru konungi
sínum Friðreki VII um skyldugir. Það er eins mikið til þess að réttur hans
ei skerðist, að vér segjum þeim öldungis eigi að þverneita rétti danska
þingsins til að skipta sér af þeim málefnum, sem í raun og veru einungis
eru milli íslendinga og konungs þeirra. Hvern rétt hafa sjálenskir bændur,
þó þeir séu valdir þingmenn, til að ákvarða nokkuð um hvernig íslendingar
framvegis vilji þjóna konungi sínum? . . . Menn kunna reyndar að segja að
hér sé til einskis að hafa móti, því ráðgjafastjórnin danska vilji endilega
þingsambandið . . ,“28
Hér var vikið að því atriði sem mikil umræða átti eftir að verða um.
Höfundurinn er á sömu skoðun og Jón Sigurðsson og fylgjendur hans og
verður sú saga ekki rakin hér. — Þá ræddi höfundurinn um skipulag hins
nýja þings. Hann mælti eindregið með almennum kosningarrétti, og þar
sem kosningar verða frjálsar „verður og kjörgengi að vera að öllu óbund-
ið“. Hann leggst eindregið gegn tvöföldum kosningum og taldi að þær
gætu ónýtt ágæti laganna sjálfra. Hann vildi einnig breyta kjördæmaskipt-