Andvari - 01.01.1986, Qupperneq 130
128
AÐALGEIR KRISTJÁNSSON
ANDVARI
ingunni til að auðvelda mönnum að kjósa. „Það er því uppástunga vor, að
menn skipti öllu landinu í eins mörg kjördæmi eins og þingmenn eiga að
vera margir, og hvert kjördæmi velji sinn þingmann út af fyrir sig. í þessari
niðurskipan kjördæmanna, ættu menn þá einungis að hafa tillit til þess
hvað hægast og fyrirferðarminnst er fyrir þá, sem sækja eiga kjörfundinn,
og hirða ei um þó sinn partur eins kjördæmis yrði sumstaðar í hverri sýslu,
en þingstaðurinn skyldi ráða undir hvern sýslumann kjördæmið heyrði.“29
Að síðustu vék höfundurinn að þingstaðnum hver hann skuli vera eftir-
leiðis. „Vér viljum ei leyna því, að vér erum úr flokki þeirra, sem álíta það
fegurst og best að hið endurreista þjóðþing íslendinga sé sett á hinum
fornu stöðvum forfeðra vorra við Öxará. Þar var í fyrstu gróðursett frelsi
þjóðar vorrar, og hvað sem menn . . . segja um skáldlega hugarburði, þá er
þó og verður Lögberg sá klettur, sem íslendingum ævinlega mun hugfelld-
ast að byggja á þjóðfrelsi sitt . . .“30 Um þetta leyti varð Þingvöllur sam-
komustaður þeirra sem beittu sér fyrir liðsafnaði í upphafi sjálfstæðisbar-
áttunnar. Öflugustu stuðningsmenn Jóns Sigurðssonar — Hannes
Stephensen og Jón Guðmundsson - stefndu mönnum þangað sumar hvert
um nokkur ár til að móta stefnuna í sjálfstæðisbaráttunni og í kjölfar þeirra
komu héraðsfundir vítt um land með líku sniði.
Þegar þetta var ritað hafði verið haldinn Þingvallafundur sumarið áður
og annar varð sumarið 1849. Vorþingsstaðir voru valdir til fundahalda í
héruðum. Vitundin um frægð fornaldarinnar var að vakna úr dái og verða
snar þáttur í veruleika dagsins. Fjölnismenn biðu lægra hlut varðandi þing-
staðinn þegar alþingi var endurreist. Nú gátu þeir fagnað sigri á vissan hátt.
Enn er ógetið smágreinar í síðara árgangi Norðurfara sem bar heitið
„Bókafregn". Hún hefst á þeirri sþurningu hvort bókmenntum íslendinga
hafí farið fram eða aftur síðan 1840, og niðurstaðan verður sú að nokkuð
hafi miðað áleiðis og bendir á að fjögur tímarit hafí hafíð göngu sína á
þessu tímabili og Austfirðingar ætli að stofna rit áþekkt Gesti Vestfirðingi í
fjórðungi sínum. Höfundur gerir því skóna að Norðlendingar muni feta í
fótspor þeirra. í framhaldi af þessu segir höfundurinn: „Sannast er það að
segja, að á seinni árum hefur ástin á þjóðerni okkar vaknað, og með henni
hefur líka ást á máli okkar lifnað og glæðst hjá landsmönnum, . . . Tvennt
er enn á tímabili þessu, sem vér nú um tölum, er vér með rétti getum kallað
meiri framfarastofn en allt annað: það fyrst, að upþfræðing prestaefna
okkar hefur losað sig við einokun Dana; það annað að nú er loksins tekið
til að kenna móðurmál okkar í skólanum, og veita þar þekkingu í norræn-
um fornfræðum, og þannig búa efni vísindamannanna svo undir, að þeir
á þjóðlegri hátt en verið hefur, geti frætt landa sína.“31 í greininni var rædd
nauðsyn þess að upp komi bókaverslun í Reykjavík og í sambandi við hana
bókaútgáfa. Erlendar bækur verði íslendingar að fá frá Kaupmannahöfn